Um þrjátíu nefndir ráðuneyta í trássi við jafnréttislög Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Hlutur kvenna í nefndaskipan 2017 var 48 prósent. Fréttablaðið/Stefán Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. „Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48 Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59 Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. „Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48 Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59 Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48
Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59
Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19