Rekstur Mannvits reyndist erfiður vegna hærri launa og gengisþróunar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. júní 2018 07:00 Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits. Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits dróst saman um 307 milljónir króna og var 32 milljónir króna í fyrra. Tekjurnar jukust um 19 milljónir króna og námu 5,7 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 1,2 milljörðum króna við árslok og eiginfjárhlutfallið var 43 prósent. Arðsemi eiginfjár var þrjú prósent. „Grunnrekstur Mannvits gekk vel í fyrra,“ segir Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits, við Markaðinn. „Rekstrarkostnaður hækkaði umtalsvert frá árinu á undan, að mestum hluta vegna launahækkana og endurmats á eignum og kröfum í bókum okkar. Hækkun launakostnaðar hefur veruleg áhrif í fyrirtæki eins og okkar þar sem launakostnaður er 75 prósent af rekstrarkostnaði. Auk þess sem mikið af öðrum kostnaði hjá okkur er aðkeypt þjónusta sem einnig hækkar með hækkandi launakostnaði. Við höfum ekki náð að mæta þeim hækkunum að fullu, hvort sem er með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti.“ Gengisþróun reyndist óhagstæð fyrir rekstur fyrirtækisins í Noregi og Bretlandi. „Þar höfum við orðið fyrir tvöföldum áhrifum þar sem ekki einungis er um að ræða styrkingu íslensku krónunnar heldur hefur verið töluverð veiking norsku krónunnar og pundsins undanfarin ár. Á síðasta ári var gjaldfærður umtalsverður kostnaður vegna tímabundinnar lokunar starfsstöðva í þessum löndum en við vonumst til að geta verið samkeppnishæf á þessum markaði aftur í náinni framtíð,“ segir hann. Mannvit rekur nokkuð stórar skrifstofur í Ungverjalandi og Þýskalandi. Um 50 starfsmenn af 300 starfa erlendis. „Sú starfsemi er aðallega á sviði jarðhita og verkefnin á því sviði flest í Mið-Evrópu. Við sjáum mikil tækifæri á þessu svæði en verkefnin eru unnin af þarlendu starfsfólki í nánu samstarfi við sérfræðinga okkar hér á Íslandi. Það er orðin forsenda fyrir sterkri stöðu Mannvits í Mið- og Austur-Evrópu að hafa þarlendar skrifstofur þegar gengi krónunnar er jafn óstöðugt og raun ber vitni,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent