Gylfi: Lifum fyrir þessi stórmót og viljum skemmta fólkinu heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 20:18 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í kvöld. Getty Gylfi Þór Sigurðsson var upplitsdjarfur í viðtali við Rúv eftir tapið gegn Króatíu á HM í Rússlandi í kvöld. „Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Gylfi og brosti. „En við gáfum allt í þetta. Við vissum að staðan var 1-1 hjá Argentínu og við vissum að Argentína myndi skora í lokin. Við reyndum líka að ná öðru marki hjá okkur og gáfum allt í það. Við vorum rosalega nálægt því en það kostaði okkur líka,“ sagði hann og vísaði til sigurmarks Króata seint í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu en hann fékk líka víti gegn Nígeríu sem hann nýtti ekki, sem frægt er. „Nú var það bara að skjóta aðeins lægra. Skora,“ sagði hann spurður um hvað hann hefði hugsað þegar það kom að því að taka vítaspyrnuna. „Það hefði verið auðvelt að leyfa öðrum að taka þetta víti en ég tók þessa ákvörðun. Það var aðeins meira stress í mér áður en sem betur fer hreyfði markvörðurinn sig og hann fór inn.“ Gylfi Þór segir að það hafi verið mikið afrek að komast á HM og að baráttan í riðlinum hafi verið afar hörð. „Við erum með tveimur liðum sem vilja vinna keppnina og þá er Nígería mjög erfitt lið líka. Nú þurfum við bara að taka okkur saman í andlitinu og komast á næsta stórmót,“ sagði Gylfi enn fremur. „Við erum allir sammála um að þetta sé eitthvað það allra skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lifum fyrir þetta. Það er frábært að geta skemmt fólkinu heima og að fá að upplifa þetta. Nú stefnum við á næsta Evrópumeistaramót.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“ Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki. 26. júní 2018 20:01 Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu. 26. júní 2018 20:15 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var upplitsdjarfur í viðtali við Rúv eftir tapið gegn Króatíu á HM í Rússlandi í kvöld. „Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Gylfi og brosti. „En við gáfum allt í þetta. Við vissum að staðan var 1-1 hjá Argentínu og við vissum að Argentína myndi skora í lokin. Við reyndum líka að ná öðru marki hjá okkur og gáfum allt í það. Við vorum rosalega nálægt því en það kostaði okkur líka,“ sagði hann og vísaði til sigurmarks Króata seint í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu en hann fékk líka víti gegn Nígeríu sem hann nýtti ekki, sem frægt er. „Nú var það bara að skjóta aðeins lægra. Skora,“ sagði hann spurður um hvað hann hefði hugsað þegar það kom að því að taka vítaspyrnuna. „Það hefði verið auðvelt að leyfa öðrum að taka þetta víti en ég tók þessa ákvörðun. Það var aðeins meira stress í mér áður en sem betur fer hreyfði markvörðurinn sig og hann fór inn.“ Gylfi Þór segir að það hafi verið mikið afrek að komast á HM og að baráttan í riðlinum hafi verið afar hörð. „Við erum með tveimur liðum sem vilja vinna keppnina og þá er Nígería mjög erfitt lið líka. Nú þurfum við bara að taka okkur saman í andlitinu og komast á næsta stórmót,“ sagði Gylfi enn fremur. „Við erum allir sammála um að þetta sé eitthvað það allra skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lifum fyrir þetta. Það er frábært að geta skemmt fólkinu heima og að fá að upplifa þetta. Nú stefnum við á næsta Evrópumeistaramót.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“ Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki. 26. júní 2018 20:01 Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu. 26. júní 2018 20:15 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“ Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki. 26. júní 2018 20:01
Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07
Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu. 26. júní 2018 20:15
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45