Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Henry Birgir Gunnarsson á Rostov Arena skrifar 26. júní 2018 20:07 Emil var eins og kóngur í ríki sínu í kvöld. vísir/getty Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45