Pálmaolían slæm en aðrir valkostir enn verri Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 14:41 Olían er unnin úr ávexti pálmanns og er notuð í fjölda matvara og snyrtivara Vísir/Getty Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti. Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti.
Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42