Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 10:20 Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði Mynd/Stöð 2 Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05