Pablo Zabaleta hefur áhyggjur af því að stressið sé að fara með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:15 Lionel Messi. Vísir/AP Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira