Pablo Zabaleta hefur áhyggjur af því að stressið sé að fara með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:15 Lionel Messi. Vísir/AP Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira