Pablo Zabaleta hefur áhyggjur af því að stressið sé að fara með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:15 Lionel Messi. Vísir/AP Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Pablo Zabaleta og Lionel Messi hafa verið liðsfélagar í argentínska landsliðinu í langan tíma. Pablo Zabaleta er ekki með Messi á HM í fótbolta í Rússlandi heldur fylgist hann með mótinu sem pistlahöfundur á BBC. Zabaleta þekkir því Messi vel og hann hefur tekið eftir hlutum hjá argentínska snillingnum á heimsmeistaramótinu sem hann hefur áhyggjur af. „Ég hef aldrei séð Lionel Messi ánægðari en þegar ég spilaði við hlið hans með argentínska landsliðinu árið 2012 og hann skoraði þrennu á móti Brasilíu í New York. Hann spilaði allan leikinn frjáls og með bros á vör,“ byrjaði Pablo Zabaleta pistilinn sinn. „Hann var algjör andstæða þess fyrir Króatíuleikinn. Það er áhyggjuefni að sjá Messi svona stressaðan og óhamingjusaman á þessu heimsmeistaramóti,“ skrifaði Zabaleta. „Hann er líka vinur minn um leið og hann er gamall liðsfélagi. Ég fann virkilega til með honum. Það er mjög óvanalegt að sjá hann svona en um leið voru það skilaboð um það sem var í gangi í hausnum á honum,“ skrifaði Zabaleta. „Það er gríðarleg pressa á honum af því að fólk býst við svo miklu og hann þarf að gera allt hjá argentínska landsliðinu. Það kom mér því ekki á óvart að hann lenti í erfiðleikum inn á vellinum,“ skrifaði Zabaleta. Pablo Zabaleta er ekki viss um að argentínska landsliðið nýti sér það í dag að hafa fengið annað tækifæri til að komast áfram í sextán liða úrslitin. „Við verðum að spila mun betur en í fyrstu tveimur leikjunum og sýna rétt hugargar og miklu meiri ástríðu. Það þurfa allir í liðinu að bæta sig, ekki bara Messi. Nú verður Jorge Sampaoli að hitta á rétta liðið og rétta leikskipulagið,“ skrifaði Zabaleta. Það má sjá allan pistilinn hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti