Yrði mesta afrek í íslenskri fótboltasögu að komast áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2018 12:30 Heimsbyggðin fylgist með Alfreði Finnbogasyni og strákunum okkar í kvöld. Vísir/EPA Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslendingar mæta þá Króötum í Rostov við Don og þurfa að vinna. Ekki nóg með það heldur þarf Ísland að treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríu á sama tíma, þó ekki stærra en Ísland vinnur Króatíu. Króatíska liðið er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 5-0. Nígería kemur þar á eftir með þrjú stig og núll í markatölu, svo Ísland með eitt stig og mínus tvö í markatölu og loks Argentína með eitt stig og mínus þrjú í markatölu. Það þarf því ansi mikið að ganga upp til að Íslendingar fari upp úr riðlinum. En landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er meðvitaður um hversu mikið afrek það væri. „Fyrir þjóðir eins og Argentínu, Portúgal og Þýskaland væri það áfall að komast ekki í 16-liða úrslit. En ef við kæmumst í 16-liða úrslit væri það væntanlega mesta afrek í stuttri fótboltasögu Íslands. Bara til að setja þetta í samhengi og hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir okkur,“ sagði Heimir á blaðamannafundi á Rostov Arena í gær.Jóhann Berg Guðmundsson í síðasta leik á móti Króatíu.Vísir/ErnirLiðin þekkjast afar vel Þetta verður fimmti leikur Íslands og Króatíu frá haustinu 2013. Þau mættust í umspili um sæti á HM 2014, þar sem Króatar höfðu betur, samanlagt 2-0, og svo aftur í undankeppni HM 2018 þar sem þau unnu sinn leikinn hvort. Liðin gjörþekkja því hvort annað. Zlatko Dalic tók við króatíska liðinu í erfiðri stöðu síðasta haust og þykir hafa unnið gott starf. Heimir hrósaði honum á blaðamannafundinum í gær. „Það er meira jafnvægi í liðinu, milli varnar og sóknar, eftir að Dalic tók við. Það er meira um langa bolta en áður svo hann hefur líka innleitt það. Fjölbreytnin í sóknarleik Króatíu er frábær,“ sagði Heimir sem benti líka á að Dalic hefði fært Luka Modric framar. „Hann er meira í úrslitasendingum sem hann er mjög góður í.“Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhlemOkkur í óhag að þeir hvíli Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af Modric eða helstu stjörnum Króatíu í kvöld. Dalic gaf það út eftir sigurinn á Argentínu að hann myndi hvíla leikmenn gegn Íslandi. Talið er að hann geri 7-10 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínumönnum. Heimir segir að það sé ekki vatn á myllu Íslendinga. „Ég held að það sé okkur í óhag. Ef leikmennirnir sem léku fyrstu tvo leikina hefðu spilað hefði hvatningin kannski ekki alveg verið til staðar og þeir hugsað um að forðast gul spjöld og meiðsli,“ sagði Heimir. „Inn koma leikmenn sem eru að spila með góðum liðum. Þetta eru engir amlóðar. Þetta eru leikmenn sem eru staðráðnir í að standa sig og vinna sér sæti í liðinu fyrir næstu leiki. Okkar nálgun er þannig að það breytir ekki öllu hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf gott króatískt lið.“ Eins og áður gæti það ekki nægt Íslendingum að vinna Króata ef úrslitin í leik Nígeríumanna og Argentínumanna í Sankti Pétursborg verða óhagstæð. Heimir segir að fylgst verði með hinum leiknum þótt einbeiting íslenska liðsins sé öll á leiknum í Rostov við Don. „Það er nógu erfitt verkefni að reyna að vinna Króatíu. En auðvitað erum við með menn sem fylgjast með hinum leiknum og við erum með samskiptabúnað. Við á bekknum ætlum að einbeita okkur sem mest að okkar leik og ef við þurfum að fá upplýsingar fáum við þær,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Sjá meira