Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 08:00 Þakkar Heimir fyrir sig eftir tvær vikur? vísir/getty Hvort sem að Ísland vinnur eða tapar á móti Króatíu í lokaumferð D-riðils á HM 2018 í fótbolta í kvöld gæti svo farið að þetta verði síðasti leikur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Strákarnir okkar þurfa að vinna Króatíu í kvöld til að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en það gæti ekki dugað. Ísland þarf ekki bara að vinna í kvöld heldur einnig treysta á hagstæð úrslit í viðureign Argentínu og Nígeríu. Það hefur verið vitað í langan tíma að Heimir ætlar sér að nýta tækifærið núna og athuga hvort einhverjir spennandi kostir eru í boði fyrir Eyjamanninn sem hefur náð ævintýralegum árangri undanfarin ár.Hann fór frá því að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu 2006 í það að stýra Íslandi á tveimur stórmótum rétt ríflega áratug síðar og hefur eðlilega vakið mikla athygli. Þetta er hans tækifæri til að koma sér eitthvað út, ef þannig má að orði komast. Heimir, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn, hefur algjörlega breytt landslagi íslenska fótboltans með frábærum árangri karlalandsliðsins sem hefur unnið sig frá lægstu lægðum heimslistans upp í topp 20, í A-deild Þjóðadeildarinnar, á tvö stórmót og nokkuð greiða leið á það þriðja.Heimir stekkur yfir auglýsingaskilti eftir jafnteflið á móti Argentínu.vísir/vilhelmTvær vikur til að ákveða sig „Ef góðir hlutir gerast leiða þeir þig kannski að einhverju stærra. Kannski einhverju miklu stærra. Alheimurinn sér svo um restina. Ég er í einu besta starfi heims akkurat núna,“ segir Heimir í ítarlegu viðtali við The Guardian fyrir heimsmeistaramótið. Þar kemur fram það sem að áður var vitað að Heimir er með samkomulag við Guðna Bergsson, formann KSÍ, um að hann taki sér tvær vikur í að ákveða hvort að hann semji aftur við Knattspyrnusambandið og stýri Íslandi í Þjóðadeildinni í haust og vonandi þá á EM 2020. „Ég sagði þeim bara að ég vildi sjá hvort það væri einhverjir möguleikar í boði. Það er vissulega svolítið eigingjarnt en ég er ekki nafn í bransanum eins og Eiður Guðjohnsen eða einhver. Ég hef meira og minna þjálfað áhugamannalið þannig ef ég nýti ekki þetta tækifæri býðst mér kannski ekki annað,“ segir Heimir. Eyjamaðurinn er ekki byrjaður að hugsa um næstu skref og hefur ekkert pælt í framtíð sinni á meðan HM stendur. Gylliboðin hafa ekki einu sinni getað borist til hans ef einhver standa honum til boða. „Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í Rostov í gær.Eyjamaðurinn steig svo sannarlega út úr skugga Lars LagerbäckVísir/VilhelmSinn eigin herra „Þú breytir ekki því sem að virkar,“ sagði Heimir einnig í gær. Svarið tengdist rútínu landsliðsins daginn fyrir leik á stórmótum að æfa alltaf í hádeginu þó svo að hitinn sé meiri en Íslendingar eiga að venjast. Þetta er samt líka eitthvað sem átti við landsliðið lengi vel þegar kom að leikaðferð og leikmannavali. Lagerbäck spilaði alltaf 4-4-2 og það breyttist ekkert þegar að Heimir fór úr því að vera aðstoðarþjálfari í aðalþjálfara samhliða Lars. Ekki var vikið frá kerfinu enda engin ástæða til í raun og veru. Árangurinn skilaði sér með sæti á EM þar sem áfram var spilað 4-4-2 og sama liðið notað í öllum leikjum. Það brotlenti svo í átta liða úrslitum á móti Frakklandi eftir mikið ævintýri. Heimir hélt áfram að spila 4-4-2 enda með lið byggt á góðum grunni. Þá var auðvelt fyrir neikvæða í garð Heimis, ef slíkt fólk er til, að segja að Eyjamaðurinn væri „bara að halda áfram með liðð hans Lars.“ En það breyttist í júní 2017 þegar að Heimir gafst upp á að tapa alltaf fyrir Króatíu. Farið var í 4-5-1, miðjan þétt og glæsilegur sigur vannst. Heimir hefur svo verið mun sveigjanlegri með leikkerfið og bæði haldið áfram að spila 4-4-2 og rústa Tyrklandi á útivelli, skellt í 4-5-1 eða 4-4-1-1 á móti Úkraínu og Argentínu og náð frábærum úrslitum. Það fer ekkert á milli mála lengur að þetta er liðið hans Heimis og það ætti svo sannarlega að hjálpa honum í atvinnuleitinni.Aron Jóhannsson er að reyna að vinna sig aftur inn í lið Bandaríkjanna.vísir/gettyBandaríkin möguleiki? Fyrir utan að vera gríðarlega fær þjálfari kemur Heimir einstaklega vel fram og reykspólar í gegnum hvert viðtalið á fætur öðru hjá öllum stærstu miðlum heims. Og viðtölin hafa verið ansi mörg! Hann hefur ekkert minnkað athyglina á sér og er nafn hans vafalítið á borði hjá mörgum liðum og löndum í þjálfaraleit. En, hversu mörg lið eða landslið eru í þjálfaraleit í byrjun júlí? Það eru ekki mörg. Félagsliðin flest öll löngu búin að ganga frá sínum málum. Leikmenn eru kannski keyptir allt fram í byrjun september en þjálfarar taka vanalega ekki síðar við en í byrjun júní. Þá eru það landsliðin og eitt landslið er án þjálfara. Það er bandaríska landsliðið. Bruce Arena var rekinn eftir þjóðarskömmina að koma Bandaríkjunum ekki á HM í gegnum hinn dapra Mið-Ameríkuriðil (Panama fór áfram á kostnað BNA) og ákvað bandaríska knattspyrnusambandið að ráða Dave Sarachan til að stýra einum vináttulandsleik. Bandaríkjamenn vildu bíða fram yfir HM því oft losna þjálfarar eftir stórmót, bæði í góðu og illu. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, verður til dæmis atvinnulaus í mótslok og Heimir Hallgrímsson er sömuleiðis laus allra mála í tvær vikur og frjáls ferða sinna.Þetta verðar langar tvær vikur.vísr/gettySvipaðar aðstæður Bandaríkjamenn vita vel af Heimi enda fór hann í nokkur stór viðtöl þar í landsliðsferðinni í mars. Hann fór meira að segja nokkrum dögum á undan landsliðinu út til að sinna kynningarstörfum. Eyjamaðurinn hefur gert vel í að koma nafni sínu á framfæri og nýta tækifærið eins og hann er heiðarlegur með. Bandaríska landsliðið gæti svo sannarlega ráðið verri mann en Heimi Hallgrímsson. Það er á breytingarskeiðinu með unga menn að koma inn og í mikilli lægð. Það þarf að vinna með nýja kynslóð, koma trú í mannskapinn og hífa þessa 350 milljóna manna þjóð upp úr lægðinni. Þetta eru ekki ósvipaðar aðstæður og íslenska landsliðið var í þegar að Heimir tók við því með Lars Lagerbäck. Hann hefur gert svipaða hluti fyrir 350 þúsund manna þjóð. Roger Bennett, annar Men in Blazers tvíeykisins, er mikill aðdáandi Heimis og aðspurður í stuttu samtali við Vísi um þennan möguleika sagði hann: „Bandaríkin ættu klárlega að skoða Heimi. Hann er ótrúlegur maður. Það er samt erfitt að þjálfa bandaríska liðið.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Hvort sem að Ísland vinnur eða tapar á móti Króatíu í lokaumferð D-riðils á HM 2018 í fótbolta í kvöld gæti svo farið að þetta verði síðasti leikur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Strákarnir okkar þurfa að vinna Króatíu í kvöld til að eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en það gæti ekki dugað. Ísland þarf ekki bara að vinna í kvöld heldur einnig treysta á hagstæð úrslit í viðureign Argentínu og Nígeríu. Það hefur verið vitað í langan tíma að Heimir ætlar sér að nýta tækifærið núna og athuga hvort einhverjir spennandi kostir eru í boði fyrir Eyjamanninn sem hefur náð ævintýralegum árangri undanfarin ár.Hann fór frá því að þjálfa sjötta flokk ÍBV á Shellmótinu 2006 í það að stýra Íslandi á tveimur stórmótum rétt ríflega áratug síðar og hefur eðlilega vakið mikla athygli. Þetta er hans tækifæri til að koma sér eitthvað út, ef þannig má að orði komast. Heimir, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn, hefur algjörlega breytt landslagi íslenska fótboltans með frábærum árangri karlalandsliðsins sem hefur unnið sig frá lægstu lægðum heimslistans upp í topp 20, í A-deild Þjóðadeildarinnar, á tvö stórmót og nokkuð greiða leið á það þriðja.Heimir stekkur yfir auglýsingaskilti eftir jafnteflið á móti Argentínu.vísir/vilhelmTvær vikur til að ákveða sig „Ef góðir hlutir gerast leiða þeir þig kannski að einhverju stærra. Kannski einhverju miklu stærra. Alheimurinn sér svo um restina. Ég er í einu besta starfi heims akkurat núna,“ segir Heimir í ítarlegu viðtali við The Guardian fyrir heimsmeistaramótið. Þar kemur fram það sem að áður var vitað að Heimir er með samkomulag við Guðna Bergsson, formann KSÍ, um að hann taki sér tvær vikur í að ákveða hvort að hann semji aftur við Knattspyrnusambandið og stýri Íslandi í Þjóðadeildinni í haust og vonandi þá á EM 2020. „Ég sagði þeim bara að ég vildi sjá hvort það væri einhverjir möguleikar í boði. Það er vissulega svolítið eigingjarnt en ég er ekki nafn í bransanum eins og Eiður Guðjohnsen eða einhver. Ég hef meira og minna þjálfað áhugamannalið þannig ef ég nýti ekki þetta tækifæri býðst mér kannski ekki annað,“ segir Heimir. Eyjamaðurinn er ekki byrjaður að hugsa um næstu skref og hefur ekkert pælt í framtíð sinni á meðan HM stendur. Gylliboðin hafa ekki einu sinni getað borist til hans ef einhver standa honum til boða. „Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í Rostov í gær.Eyjamaðurinn steig svo sannarlega út úr skugga Lars LagerbäckVísir/VilhelmSinn eigin herra „Þú breytir ekki því sem að virkar,“ sagði Heimir einnig í gær. Svarið tengdist rútínu landsliðsins daginn fyrir leik á stórmótum að æfa alltaf í hádeginu þó svo að hitinn sé meiri en Íslendingar eiga að venjast. Þetta er samt líka eitthvað sem átti við landsliðið lengi vel þegar kom að leikaðferð og leikmannavali. Lagerbäck spilaði alltaf 4-4-2 og það breyttist ekkert þegar að Heimir fór úr því að vera aðstoðarþjálfari í aðalþjálfara samhliða Lars. Ekki var vikið frá kerfinu enda engin ástæða til í raun og veru. Árangurinn skilaði sér með sæti á EM þar sem áfram var spilað 4-4-2 og sama liðið notað í öllum leikjum. Það brotlenti svo í átta liða úrslitum á móti Frakklandi eftir mikið ævintýri. Heimir hélt áfram að spila 4-4-2 enda með lið byggt á góðum grunni. Þá var auðvelt fyrir neikvæða í garð Heimis, ef slíkt fólk er til, að segja að Eyjamaðurinn væri „bara að halda áfram með liðð hans Lars.“ En það breyttist í júní 2017 þegar að Heimir gafst upp á að tapa alltaf fyrir Króatíu. Farið var í 4-5-1, miðjan þétt og glæsilegur sigur vannst. Heimir hefur svo verið mun sveigjanlegri með leikkerfið og bæði haldið áfram að spila 4-4-2 og rústa Tyrklandi á útivelli, skellt í 4-5-1 eða 4-4-1-1 á móti Úkraínu og Argentínu og náð frábærum úrslitum. Það fer ekkert á milli mála lengur að þetta er liðið hans Heimis og það ætti svo sannarlega að hjálpa honum í atvinnuleitinni.Aron Jóhannsson er að reyna að vinna sig aftur inn í lið Bandaríkjanna.vísir/gettyBandaríkin möguleiki? Fyrir utan að vera gríðarlega fær þjálfari kemur Heimir einstaklega vel fram og reykspólar í gegnum hvert viðtalið á fætur öðru hjá öllum stærstu miðlum heims. Og viðtölin hafa verið ansi mörg! Hann hefur ekkert minnkað athyglina á sér og er nafn hans vafalítið á borði hjá mörgum liðum og löndum í þjálfaraleit. En, hversu mörg lið eða landslið eru í þjálfaraleit í byrjun júlí? Það eru ekki mörg. Félagsliðin flest öll löngu búin að ganga frá sínum málum. Leikmenn eru kannski keyptir allt fram í byrjun september en þjálfarar taka vanalega ekki síðar við en í byrjun júní. Þá eru það landsliðin og eitt landslið er án þjálfara. Það er bandaríska landsliðið. Bruce Arena var rekinn eftir þjóðarskömmina að koma Bandaríkjunum ekki á HM í gegnum hinn dapra Mið-Ameríkuriðil (Panama fór áfram á kostnað BNA) og ákvað bandaríska knattspyrnusambandið að ráða Dave Sarachan til að stýra einum vináttulandsleik. Bandaríkjamenn vildu bíða fram yfir HM því oft losna þjálfarar eftir stórmót, bæði í góðu og illu. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, verður til dæmis atvinnulaus í mótslok og Heimir Hallgrímsson er sömuleiðis laus allra mála í tvær vikur og frjáls ferða sinna.Þetta verðar langar tvær vikur.vísr/gettySvipaðar aðstæður Bandaríkjamenn vita vel af Heimi enda fór hann í nokkur stór viðtöl þar í landsliðsferðinni í mars. Hann fór meira að segja nokkrum dögum á undan landsliðinu út til að sinna kynningarstörfum. Eyjamaðurinn hefur gert vel í að koma nafni sínu á framfæri og nýta tækifærið eins og hann er heiðarlegur með. Bandaríska landsliðið gæti svo sannarlega ráðið verri mann en Heimi Hallgrímsson. Það er á breytingarskeiðinu með unga menn að koma inn og í mikilli lægð. Það þarf að vinna með nýja kynslóð, koma trú í mannskapinn og hífa þessa 350 milljóna manna þjóð upp úr lægðinni. Þetta eru ekki ósvipaðar aðstæður og íslenska landsliðið var í þegar að Heimir tók við því með Lars Lagerbäck. Hann hefur gert svipaða hluti fyrir 350 þúsund manna þjóð. Roger Bennett, annar Men in Blazers tvíeykisins, er mikill aðdáandi Heimis og aðspurður í stuttu samtali við Vísi um þennan möguleika sagði hann: „Bandaríkin ættu klárlega að skoða Heimi. Hann er ótrúlegur maður. Það er samt erfitt að þjálfa bandaríska liðið.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti