Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Heimir þarf að passa upp á gulu spjöldin. vísir/vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30