Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júní 2018 09:00 Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands. Vísir/Getty Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30
Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30