Maradona brjálaður og vill fá að hitta argentínska hópinn fyrir Nígeríuleikinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Maradona tók vel undir með þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Króatíu vísir/getty Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48