Maradona brjálaður og vill fá að hitta argentínska hópinn fyrir Nígeríuleikinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Maradona tók vel undir með þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Króatíu vísir/getty Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira
Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Sjá meira
Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48