Innlent

Sérsveitin kölluð út: Réðst á mann með hamri

Bergþór Másson skrifar
Sérsveitin á æfingu. Mynd tengist frétt ekki beint.
Sérsveitin á æfingu. Mynd tengist frétt ekki beint. Gunnar. V. Andrésson
Sérsveitin var kölluð út til aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök milli tveggja manna áttu sér stað í gleðskap og sló einn maðurinn með hamri til hins mannsins. Mbl.is greinir frá þessu.

Sérsveitin aðstoðaði við handtöku gerandans eftir að hann hafði flúið vettvang, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þolandinn var fluttur á sjúkrahús en var útskrifaður samdægurs.

Árásarmaðurinn hefur nú verið yfirheyrður og var látinn laus.

Lögreglan í Reykjanesbæ hefur hvorki gefið upp ástæðu árásarinnar né hvort að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×