Kynþokki Rúriks fer ekki framhjá neinum Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:30 Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason komst í gær yfir milljóna fylgjenda múrinn á Instagram og nálgast nú að vera vinsælasti Íslendingurinn á þessum vinsæla samfélagsmiðli Rúrik mætti til Rússlands með rétt ríflega 30 þúsund fylgjendur en er nú, tæpum tveimur vikum síðar, kominn yfir milljónina. Allt fór þetta af stað í leiknum á móti Argentínu og hafa vinsældirnar ekkert dvínað. Rúrik er um 300 þúsund fylgjendum á eftir Fjallinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni en okkar menn eiga að minnsta kosti einn leik eftir á HM og því ekki útilokað að Rúrik kveðji Rússland á toppnum. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Það er bara gaman að þessu en hann er ekkert að einbeita sér að þessum hlutum. Hann á væntanlega einhver fyrirsætustörf fyrir höndum eftir að fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Kári Árnason glettinn um þessar vinsældir Rúriks á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir vinsældum Rúriks á Instagram en Halldór Björnsson, fyrrverandi þjálfari U17 ára liðs Íslands, sendi strákunum okkar væna pillu eftir tapið á móti Nígeríu þar sem að hann kom meðal annars inn á Instagram-reikning Rúriks. Kári Árnason birti mynd af íslenska hópnum í Leifsstöð á Instagram-reikningi sínum eins og allir landsliðsmennirnir nema hann skrifaði við hana „sexy Rúrik.“ Það var eins og hann hefði séð eitthvað fyrir. „Það er ekki hægt að sjá fyrir að Rúrik sé sexy. Það sjá allir, held ég. Þetta átti nú bara að vera góðlátlegt grín og átti ekkert að ná lengra. Þetta var nú ekki kveikjan að neinu. Fólk sér þetta með eigin augum,“ sagði Kári Árnason.Vísirer með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30 HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00 Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32 Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason komst í gær yfir milljóna fylgjenda múrinn á Instagram og nálgast nú að vera vinsælasti Íslendingurinn á þessum vinsæla samfélagsmiðli Rúrik mætti til Rússlands með rétt ríflega 30 þúsund fylgjendur en er nú, tæpum tveimur vikum síðar, kominn yfir milljónina. Allt fór þetta af stað í leiknum á móti Argentínu og hafa vinsældirnar ekkert dvínað. Rúrik er um 300 þúsund fylgjendum á eftir Fjallinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni en okkar menn eiga að minnsta kosti einn leik eftir á HM og því ekki útilokað að Rúrik kveðji Rússland á toppnum. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Það er bara gaman að þessu en hann er ekkert að einbeita sér að þessum hlutum. Hann á væntanlega einhver fyrirsætustörf fyrir höndum eftir að fótboltaferlinum lýkur,“ sagði Kári Árnason glettinn um þessar vinsældir Rúriks á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun. Það hafa ekki allir sama húmor fyrir vinsældum Rúriks á Instagram en Halldór Björnsson, fyrrverandi þjálfari U17 ára liðs Íslands, sendi strákunum okkar væna pillu eftir tapið á móti Nígeríu þar sem að hann kom meðal annars inn á Instagram-reikning Rúriks. Kári Árnason birti mynd af íslenska hópnum í Leifsstöð á Instagram-reikningi sínum eins og allir landsliðsmennirnir nema hann skrifaði við hana „sexy Rúrik.“ Það var eins og hann hefði séð eitthvað fyrir. „Það er ekki hægt að sjá fyrir að Rúrik sé sexy. Það sjá allir, held ég. Þetta átti nú bara að vera góðlátlegt grín og átti ekkert að ná lengra. Þetta var nú ekki kveikjan að neinu. Fólk sér þetta með eigin augum,“ sagði Kári Árnason.Vísirer með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30 HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00 Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32 Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00 Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum Sjá meira
Kári: Veit ekki af hverju skipulagið riðlaðist Kári Árnason var ekki með svör á reiðum höndum af hverju íslenska liðið hefði ekki náð sér á strik í síðari hálfleik gegn Nígeríu eftir flottan fyrri hálfleik. 24. júní 2018 09:30
HM í dag: Meint lyfjamisnotkun Rússa og ferðalag til Rostov Hvíldin er stutt á milli leikja tvö og þrjú því það er strax komið að ferðadegi hjá karlalandsliðinu. 24. júní 2018 09:00
Truflar Króatíu ekkert að hvíla nokkra menn Kári Árnason segir króatíska liðið svo gott að það getur alveg leyft sér að hvíla menn. 24. júní 2018 08:32
Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. 24. júní 2018 10:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn