Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:00 Emil Hallfreðsson ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Emil átti frábæran leik á miðjunni en þurfti að sætta sig við það hlutskipti að verma bekkinn gegn Nígeríu. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira