Sætti kynþáttahatri eftir dýrkeypt brot gegn Þjóðverjum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 08:02 Durmaz er sonur foreldra sem fluttu til Svíþjóðar frá Tyrklandi. Vísir/EPA Sænski landsliðsmaðurinn Jimmy Durmaz var fórnarlamb kynþáttahaturs og hótana á samfélagsmiðlum eftir að hann gaf aukaspyrnu sem Þjóðverjar skoruðu sigurmark sitt úr á lokamínútum leiks þeirra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Toni Kroos braut hjörtu Svía með sigurmarki eftir aukaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Fram að því var útlit fyrir að Svíar næðu óvæntu stigi gegn heimsmeisturum Þjóðverja og kæmu sér í kjörstöðu í F-riðli. Það var brot Durmaz rétt fyrir utan vítateig Svía sem leiddi til aukaspyrnunnar. Reuters-fréttastofan segir að hatursskilaboð hafi byrjað að flæða yfir Instagram-síðu Durmaz nærri því um leið og boltinn hafnaði í netinu. Durmaz er af assýrískum ættum en fjölskylda hans fluttist til Svíþjóðar frá Tyrklandi. Hann gerði sjálfur lítið úr níðinu sem hann varð fyrir. „Þetta er ekki neitt sem ég læt á mig fá. Ég er hér fullur stolts og kem fram fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði hann eftir leikinn. John Guidetti, félagi Durmaz úr landsliðinu, lofaði framlag hans í leiknum. „Hann hljóp og barðist allan leikinn, þetta er óheppni, það er forheimska að ausa yfir hann hatri fyrir það,“ sagði Guidetti við fréttamenn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Jimmy Durmaz var fórnarlamb kynþáttahaturs og hótana á samfélagsmiðlum eftir að hann gaf aukaspyrnu sem Þjóðverjar skoruðu sigurmark sitt úr á lokamínútum leiks þeirra á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Toni Kroos braut hjörtu Svía með sigurmarki eftir aukaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Fram að því var útlit fyrir að Svíar næðu óvæntu stigi gegn heimsmeisturum Þjóðverja og kæmu sér í kjörstöðu í F-riðli. Það var brot Durmaz rétt fyrir utan vítateig Svía sem leiddi til aukaspyrnunnar. Reuters-fréttastofan segir að hatursskilaboð hafi byrjað að flæða yfir Instagram-síðu Durmaz nærri því um leið og boltinn hafnaði í netinu. Durmaz er af assýrískum ættum en fjölskylda hans fluttist til Svíþjóðar frá Tyrklandi. Hann gerði sjálfur lítið úr níðinu sem hann varð fyrir. „Þetta er ekki neitt sem ég læt á mig fá. Ég er hér fullur stolts og kem fram fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði hann eftir leikinn. John Guidetti, félagi Durmaz úr landsliðinu, lofaði framlag hans í leiknum. „Hann hljóp og barðist allan leikinn, þetta er óheppni, það er forheimska að ausa yfir hann hatri fyrir það,“ sagði Guidetti við fréttamenn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira