Jón Daði: Þurfum allir að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:25 Jón Daði Böðvarsson í skallabaráttu í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira