Fótbolti

Lundinn lentur í Volgograd | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Þrír hressir Íslendingar og einn lundi.
Þrír hressir Íslendingar og einn lundi. vísir/Vilhelm
Stemningin er að aukast í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena klukkan 15.00 að staðartíma. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Stuðningsmenn Íslands og Nígeríu eru margir hverjir í Fan Zone-inu í miðborg Volgograd þar sem hægt er að skemmta sér og drepa tímann fram að leik.

Fjöldi Íslendinga er mættur í Fan Zone-ið og meðal annars einn með lundagrímu. Já, lundinn lentur í Volgograd sem hljóta að vera góð tíðindi fyrir okkar menn.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er alltaf á vaktinni og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

Tvær íslenskar meyjar mættar til Volgograd.vísir/Vilhelm
Stuðningsmennirnir skemmta sér saman í Fan Zone.vísir/Vilhelm
Volgograd er blá í dag.vísir/Vilhelm
Víkingahattarnir að sjálfsögðu klárir.vísir/Vilhelm
Já, velkomin til Rússlands.vísir/Vilhelm
Stemningin góð.vísir/Vilhelm
Þessar klikkuðu ekki á flugnanetinu.vísir/vilhelm
Andlitsmálning og læti.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×