Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar stelpurnar fóru á leikinn streymdu að þeim fréttamenn hvaðanæva úr heiminum og báðu um viðtöl; frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja. Hér eru þær í góðu stuði með einum frá Mexíkó sem að sjálfsögðu var með barðastóran hatt. „Ég hef aldrei upplifað svona áður, þó maður hafi oft verið beðinn um eina og eina mynd af gangandi vegfarendum, en þetta var orðið þannig að fólk var löngu hætt að bera virðingu fyrir manni og togaði mann bara til sín til að taka myndir,“ segir Hera Gísladóttir en hún og vinkona hennar, Gurrý Jónsdóttir, urðu frekar óvænt ótrúlega vinsælar í Rússlandi.Stelpurnar pósuðu fyrir hvern sem er en urðu að biðja fólk um það væri bara ein mynd tekin. Áreitið var slíkt.Fyrir leik Íslands og Argentínu sátu þær inni á veitingastað á hótelinu The Four Seasons sem stendur rétt við Rauða torgið. Gurrý stakk upp á því að fara út að torgi að taka myndir og skömmu eftir að hafa smellt af þeirri fyrstu fór fólk að drífa að. „Ég var varla búin að ná einni mynd af henni þegar það hrúgast að okkur fólk og byrjar að gera „húið“ og hrópa áfram Ísland!“ „Þá kom að okkur ein kona og spurði hvort litla stelpan hennar mætti fá mynd af sér með okkur og auðvitað fannst okkur það minnsta mál. Við tókum nokkrar myndir af okkur með henni, en það sem við sáum ekki var að á meðan fór að myndast röð til hliðar við okkur. Svo var pikkað í öxlina á mér og eina sem var sagt var „photo please?“. Stelpurnar fóru að kalla til lýðsins að röðin væri vinstra megin, meira í gríni en alvöru og að hver og einn fengi aðeins eina mynd, slíkt væri áreitið. „Á meðan á þessu stóð vorum við að skrifa undir leyfi að það mætti nota myndband af okkur í auglýsingu þar sem tökumaðurinn hefði náð svo flottu skoti af okkur. Þetta var fyrir stóran bjórframleiðanda.“ „Eftir að einhver fann út Instagramið mitt fór ég að fá helling af einkaskilaboðum og þó svo að ég sé enginn Rúrik þá hef ég síðustu tvo daga fengið yfir 500 nýja fylgjendur.“„Smám saman náðum við að færa okkur nær veitingastaðnum sem við vorum á og hlupum svo þangað inn að lokum og biðum eftir því að leggja af stað á leikinn.“ „Þar tók ekkert minna áreiti við, og streymdu að okkur fréttastofur alls staðar að úr heiminum og báðu um viðtöl. Frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja, og að lokum þurftum við að ganga hratt í gegnum þvöguna til að missa ekki af leiknum.“ „Það gekk samt ekkert allt of vel, þar sem á sama tíma var allt vitlaust í myndatökum,“ segir hún. Þrátt fyrir áreitið og nokkra nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum er Hera stolt af því hvað Ísland er að fá mikla landkynningu. „Það var auðvitað rosalega gaman að sjá hvað fólk hafði mikinn áhuga á okkur og Íslandi. Það vekur með manni smá þjóðarstolt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað svona áður, þó maður hafi oft verið beðinn um eina og eina mynd af gangandi vegfarendum, en þetta var orðið þannig að fólk var löngu hætt að bera virðingu fyrir manni og togaði mann bara til sín til að taka myndir,“ segir Hera Gísladóttir en hún og vinkona hennar, Gurrý Jónsdóttir, urðu frekar óvænt ótrúlega vinsælar í Rússlandi.Stelpurnar pósuðu fyrir hvern sem er en urðu að biðja fólk um það væri bara ein mynd tekin. Áreitið var slíkt.Fyrir leik Íslands og Argentínu sátu þær inni á veitingastað á hótelinu The Four Seasons sem stendur rétt við Rauða torgið. Gurrý stakk upp á því að fara út að torgi að taka myndir og skömmu eftir að hafa smellt af þeirri fyrstu fór fólk að drífa að. „Ég var varla búin að ná einni mynd af henni þegar það hrúgast að okkur fólk og byrjar að gera „húið“ og hrópa áfram Ísland!“ „Þá kom að okkur ein kona og spurði hvort litla stelpan hennar mætti fá mynd af sér með okkur og auðvitað fannst okkur það minnsta mál. Við tókum nokkrar myndir af okkur með henni, en það sem við sáum ekki var að á meðan fór að myndast röð til hliðar við okkur. Svo var pikkað í öxlina á mér og eina sem var sagt var „photo please?“. Stelpurnar fóru að kalla til lýðsins að röðin væri vinstra megin, meira í gríni en alvöru og að hver og einn fengi aðeins eina mynd, slíkt væri áreitið. „Á meðan á þessu stóð vorum við að skrifa undir leyfi að það mætti nota myndband af okkur í auglýsingu þar sem tökumaðurinn hefði náð svo flottu skoti af okkur. Þetta var fyrir stóran bjórframleiðanda.“ „Eftir að einhver fann út Instagramið mitt fór ég að fá helling af einkaskilaboðum og þó svo að ég sé enginn Rúrik þá hef ég síðustu tvo daga fengið yfir 500 nýja fylgjendur.“„Smám saman náðum við að færa okkur nær veitingastaðnum sem við vorum á og hlupum svo þangað inn að lokum og biðum eftir því að leggja af stað á leikinn.“ „Þar tók ekkert minna áreiti við, og streymdu að okkur fréttastofur alls staðar að úr heiminum og báðu um viðtöl. Frá Kína, Japan, Mexíkó, Argentínu, Belgíu og svo mætti lengi telja, og að lokum þurftum við að ganga hratt í gegnum þvöguna til að missa ekki af leiknum.“ „Það gekk samt ekkert allt of vel, þar sem á sama tíma var allt vitlaust í myndatökum,“ segir hún. Þrátt fyrir áreitið og nokkra nýja fylgjendur á samfélagsmiðlum er Hera stolt af því hvað Ísland er að fá mikla landkynningu. „Það var auðvitað rosalega gaman að sjá hvað fólk hafði mikinn áhuga á okkur og Íslandi. Það vekur með manni smá þjóðarstolt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira