Meiðsli breyta ekki áætlunum sem gerðar voru fyrir leikinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. júní 2018 08:45 Góður í körfu. Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið getur stigið næsta skref í átt að 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu með sigri á Nígeríu í Volgograd í dag en leikurinn verður flautaður á klukkan sex að staðartíma, 15.00, á Íslandi. Takist þeim að sigra Nígeríu er staðan ansi vænleg, landsliðið með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þar sem strákarnir okkar mæta Króatíu. Fari leikur dagsins illa eiga þeir enn möguleika á að komast áfram en þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik. Fyrst þarf hins vegar að leika við sterkt lið Nígeríu sem þekkir þessa stöðu vel, þeir hafa komist á fimm af síðustu sex heimsmeistaramótum og komist upp úr riðlinum þrisvar.Kunnugleg staða Ef litið er til stöðu liðanna á styrkleikalista FIFA mætti áætla að Nígería, sem er í 48. sæti, væri með lakasta liðið og að Ísland, sem er í 22. sæti, ætti að vinna sannfærandi sigur en Nígeríumenn hafa verið á uppleið síðustu þrjú ár. Strákarnir okkar hafa verið í þessari stöðu áður, mætt liðinu sem á að teljast lakast á pappír eftir jafntefli gegn hæst skrifaða liði riðilsins, og slapp Ísland þá með skrekkinn gegn Ungverjalandi á EM 2016. Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, hafði orð á því í vikunni að þeir hefðu lært margt á þeim leik sem þeir myndu taka inn í þennan. Stigið gegn Argentínu hefði litla þýðingu ef íslenska liðið misstigi sig gegn Nígeríu.Strákarnir að fíflast aðeins á æfingu.Vísir/VílhelmGott lið með frábæra einstaklinga innanborðs Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, ber mikla virðingu fyrir andstæðingum dagsins og framförunum sem þeir hafa tekið undir stjórn Gernots Rohr. „Styrkur þeirra liggur í líkamsbyggingu þeirra, afar sterkt lið, snöggir leikmenn og allir virkilega góðir íþróttamenn sem geta hlaupið og hlaupið. Þeir eru öflugir í skyndisóknum og það verður að hrósa Rohr, þjálfara þeirra, fyrir starf sitt hjá Nígeríu. Þeir hafa tekið stöðugum framförum undir hans stjórn undanfarið ár,“ sagði Heimir sem benti á að Nígería hefði leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. „Það er margt framúrskarandi hjá þeim, með sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni ásamt leikmönnum frá Ítalíu, Spáni og fleiri sterkum deildum. Þetta er virkilega gott lið með frábæra einstaklinga innanborðs,“ sagði Heimir sem var spurður út í möguleika Íslands á að nýta sér föst leikatriði. „Við vorum spurðir að því sama fyrir Argentínuleikinn, Nígería er með virkilega góða skallamenn innanborðs. Wilfried Ndidi og Odion Ighalo eru sennilega sterkustu skallamenn mótsins en Króötum tókst samt að skora tvisvar gegn Nígeríu úr föstum leikatriðum. Það dregur kannski úr sjálfstrausti varnarmanna Nígeríu en við munum leggja áherslu á föst leikatriði eins og alltaf.“Jóhann Berg Guðmundsson hefur bara horft á æfingar íslenska liðsins í vikunni.Vísir/VilhelmEnginn feluleikur með Jóhann Það virðist ljóst að Ísland muni leika án eins af lykilmönnum sínum, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem fór meiddur af velli gegn Argentínu og æfði ekki með liðinu í gær. Sagði Heimir afar hæpið að hann gæti komið við sögu í dag. „Það er mjög ólíklegt að Jóhann nái leiknum ef ég á að vera heiðarlegur. Hann er töluvert betri og honum hefur batnað með hverjum degi enda í góðum höndum en við förum ekkert í feluleik með það að það er afar ólíklegt að hann komi við sögu,“ sagði Heimir sem sagði að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson yrðu klárir í leikinn. „Gylfi er í toppstandi, það var frábært fyrir hann að fá mínútur í æfingaleikjunum og hann gat klárað leikinn gegn Argentínu. Aron entist örlítið styttra en endurhæfing þeirra gekk frábærlega og þeir eiga báðir hrós skilið fyrir hvað þeir lögðu á sig fyrir liðið. Við höfum breytt liðinu talsvert á milli leikja í aðdraganda mótsins, margir sem hafa fengið tækifæri og staðið sig vel svo að við erum ekkert hræddir við að fá annan mann inn né breytir þetta áætlunum okkar fyrir leikinn.“Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Sjá meira
Íslenska landsliðið getur stigið næsta skref í átt að 16-liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu með sigri á Nígeríu í Volgograd í dag en leikurinn verður flautaður á klukkan sex að staðartíma, 15.00, á Íslandi. Takist þeim að sigra Nígeríu er staðan ansi vænleg, landsliðið með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina þar sem strákarnir okkar mæta Króatíu. Fari leikur dagsins illa eiga þeir enn möguleika á að komast áfram en þurfa að treysta á úrslit úr öðrum leik. Fyrst þarf hins vegar að leika við sterkt lið Nígeríu sem þekkir þessa stöðu vel, þeir hafa komist á fimm af síðustu sex heimsmeistaramótum og komist upp úr riðlinum þrisvar.Kunnugleg staða Ef litið er til stöðu liðanna á styrkleikalista FIFA mætti áætla að Nígería, sem er í 48. sæti, væri með lakasta liðið og að Ísland, sem er í 22. sæti, ætti að vinna sannfærandi sigur en Nígeríumenn hafa verið á uppleið síðustu þrjú ár. Strákarnir okkar hafa verið í þessari stöðu áður, mætt liðinu sem á að teljast lakast á pappír eftir jafntefli gegn hæst skrifaða liði riðilsins, og slapp Ísland þá með skrekkinn gegn Ungverjalandi á EM 2016. Hannes Þór Halldórsson, markvörður landsliðsins, hafði orð á því í vikunni að þeir hefðu lært margt á þeim leik sem þeir myndu taka inn í þennan. Stigið gegn Argentínu hefði litla þýðingu ef íslenska liðið misstigi sig gegn Nígeríu.Strákarnir að fíflast aðeins á æfingu.Vísir/VílhelmGott lið með frábæra einstaklinga innanborðs Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, ber mikla virðingu fyrir andstæðingum dagsins og framförunum sem þeir hafa tekið undir stjórn Gernots Rohr. „Styrkur þeirra liggur í líkamsbyggingu þeirra, afar sterkt lið, snöggir leikmenn og allir virkilega góðir íþróttamenn sem geta hlaupið og hlaupið. Þeir eru öflugir í skyndisóknum og það verður að hrósa Rohr, þjálfara þeirra, fyrir starf sitt hjá Nígeríu. Þeir hafa tekið stöðugum framförum undir hans stjórn undanfarið ár,“ sagði Heimir sem benti á að Nígería hefði leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. „Það er margt framúrskarandi hjá þeim, með sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni ásamt leikmönnum frá Ítalíu, Spáni og fleiri sterkum deildum. Þetta er virkilega gott lið með frábæra einstaklinga innanborðs,“ sagði Heimir sem var spurður út í möguleika Íslands á að nýta sér föst leikatriði. „Við vorum spurðir að því sama fyrir Argentínuleikinn, Nígería er með virkilega góða skallamenn innanborðs. Wilfried Ndidi og Odion Ighalo eru sennilega sterkustu skallamenn mótsins en Króötum tókst samt að skora tvisvar gegn Nígeríu úr föstum leikatriðum. Það dregur kannski úr sjálfstrausti varnarmanna Nígeríu en við munum leggja áherslu á föst leikatriði eins og alltaf.“Jóhann Berg Guðmundsson hefur bara horft á æfingar íslenska liðsins í vikunni.Vísir/VilhelmEnginn feluleikur með Jóhann Það virðist ljóst að Ísland muni leika án eins af lykilmönnum sínum, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem fór meiddur af velli gegn Argentínu og æfði ekki með liðinu í gær. Sagði Heimir afar hæpið að hann gæti komið við sögu í dag. „Það er mjög ólíklegt að Jóhann nái leiknum ef ég á að vera heiðarlegur. Hann er töluvert betri og honum hefur batnað með hverjum degi enda í góðum höndum en við förum ekkert í feluleik með það að það er afar ólíklegt að hann komi við sögu,“ sagði Heimir sem sagði að Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson yrðu klárir í leikinn. „Gylfi er í toppstandi, það var frábært fyrir hann að fá mínútur í æfingaleikjunum og hann gat klárað leikinn gegn Argentínu. Aron entist örlítið styttra en endurhæfing þeirra gekk frábærlega og þeir eiga báðir hrós skilið fyrir hvað þeir lögðu á sig fyrir liðið. Við höfum breytt liðinu talsvert á milli leikja í aðdraganda mótsins, margir sem hafa fengið tækifæri og staðið sig vel svo að við erum ekkert hræddir við að fá annan mann inn né breytir þetta áætlunum okkar fyrir leikinn.“Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Sjá meira