Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. júní 2018 07:00 Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.com „Það er búið að hafa samband við sóknarprestinn og vekja athygli hans á þessu og við erum að bíða eftir að hann óski eftir þessari heimild,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Á fundi kirkjuráðs í maí var samþykkt að vekja athygli sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði á því að hann þurfi leyfi ráðsins til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum sem þar er auglýst. Aðspurður segir Oddur ekkert í vegi fyrir því að presturinn fái slíka heimild. Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.comVirðist honum frjálst að leigja út prestsbústaðinn, sem honum er skaffaður starfs síns vegna, og hafa af slíkri útleigu tekjur umfram lága húsaleigu sem hann greiðir. „Hann er búinn að fá öll önnur tilskilin leyfi sem hann þarf en honum láðist að biðja um leyfi frá okkur. Hann áttaði sig ekki á því að þetta stendur í starfsreglum að hann megi þetta ekki nema hann fái leyfi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það, en það er kirkjuráðs að ákveða.“ Oddur kveðst ekki vita betur en að presturinn, séra Fjölnir Ásbjörnsson, búi ekki sjálfur í prestsbústaðnum heldur sé fluttur á Flateyri. Bústaðurinn virðist hins vegar eftirsóttur til útleigu og þeirri eftirspurn hafi presturinn svarað. Starfsemin veki þó að mati Odds spurningar út frá samkeppnissjónarmiðum ef presturinn sé í samkeppni við aðra gististaði eða ferðaþjónustuaðila.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Vísir/björn G.Prestar borgi ekki mjög háa leigu og því sé vel hægt að líta á það sem niðurgreiðslur af hálfu samkeppnisaðila. Oddur staðfestir að presturinn myndi fá allan ávinning af útleigunni í eigin vasa. Í samtali við Fréttablaðið tekur séra Fjölnir fyrir það að hann sé á leið í samkeppnisrekstur með heimagistingu í prestsbústaðnum. Annars telji hann að málið kunni að stafa af misskilningi milli hans og kirkjuráðs og hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en hann hafi rætt það við kirkjuna. Þess ber að geta að prestsbústaðurinn í Holti er skráður heimagisting á vef sýslumanna og hægt er að bóka gistingu þar á vefnum Booking.com. Þar kemur fram að gististaðurinn í prestsbústaðnum hafi verið starfræktur frá 8. maí síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Trúmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
„Það er búið að hafa samband við sóknarprestinn og vekja athygli hans á þessu og við erum að bíða eftir að hann óski eftir þessari heimild,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Á fundi kirkjuráðs í maí var samþykkt að vekja athygli sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði á því að hann þurfi leyfi ráðsins til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum sem þar er auglýst. Aðspurður segir Oddur ekkert í vegi fyrir því að presturinn fái slíka heimild. Gisting í prestsbústaðnum í Holti er auglýst á bókunarvefnum booking.comVirðist honum frjálst að leigja út prestsbústaðinn, sem honum er skaffaður starfs síns vegna, og hafa af slíkri útleigu tekjur umfram lága húsaleigu sem hann greiðir. „Hann er búinn að fá öll önnur tilskilin leyfi sem hann þarf en honum láðist að biðja um leyfi frá okkur. Hann áttaði sig ekki á því að þetta stendur í starfsreglum að hann megi þetta ekki nema hann fái leyfi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann fái það, en það er kirkjuráðs að ákveða.“ Oddur kveðst ekki vita betur en að presturinn, séra Fjölnir Ásbjörnsson, búi ekki sjálfur í prestsbústaðnum heldur sé fluttur á Flateyri. Bústaðurinn virðist hins vegar eftirsóttur til útleigu og þeirri eftirspurn hafi presturinn svarað. Starfsemin veki þó að mati Odds spurningar út frá samkeppnissjónarmiðum ef presturinn sé í samkeppni við aðra gististaði eða ferðaþjónustuaðila.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.Vísir/björn G.Prestar borgi ekki mjög háa leigu og því sé vel hægt að líta á það sem niðurgreiðslur af hálfu samkeppnisaðila. Oddur staðfestir að presturinn myndi fá allan ávinning af útleigunni í eigin vasa. Í samtali við Fréttablaðið tekur séra Fjölnir fyrir það að hann sé á leið í samkeppnisrekstur með heimagistingu í prestsbústaðnum. Annars telji hann að málið kunni að stafa af misskilningi milli hans og kirkjuráðs og hann vilji ekki tjá sig um málið fyrr en hann hafi rætt það við kirkjuna. Þess ber að geta að prestsbústaðurinn í Holti er skráður heimagisting á vef sýslumanna og hægt er að bóka gistingu þar á vefnum Booking.com. Þar kemur fram að gististaðurinn í prestsbústaðnum hafi verið starfræktur frá 8. maí síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Trúmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira