Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júní 2018 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir hinu umdeilda máli á Alþingi síðastliðið haust. Fréttablaðið/Ernir „Mér virðist þetta vera fyrsta áþreifanlega dæmið sem við höfum um að fólk sem hefur afplánað refsidóm fái ekki notið mannréttinda til jafns við aðra í okkar samfélagi,“ segir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari um niðurstöðu Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna í gær. Meðal forsendna Landsréttar er lagabreyting sem samþykkt var í miklum flýti á síðasta þingdegi fyrir síðustu alþingiskosningar. Aðdragandi lagabreytingarinnar um afnám ákvæða um uppreist er rakinn og því slegið föstu að eftir breytinguna hafi dómaframkvæmd um endurheimt réttinda að fenginni uppreist æru ekki lengur þýðingu. Þegar lögin voru sett töldu margir varhugavert að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum án þess að taka um leið af skarið um með hvaða hætti þeir sem sviptir hafa verið borgaralegum réttindum sínum geti öðlast þau að nýju. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var fullyrt að brottfall ákvæðisins myndi skerða stjórnarskrárvarin réttindi og að það valdi ólögmætri skerðingu mannréttinda að fella ákvæðið brott án þess að endurskoða einnig þau lög sem málið varði. Er vísað til dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu því til stuðnings. Nefndin lagði engu að síður til að málið yrði samþykkt en hefði tímabundinn gildistímaNiðurstaðan veki spurningar um bann við afturvirkni laga „Atli er náttúrulega búinn að fá uppreist æru en það er allt í einu ekkert atriði og núna er það háð huglægu mati dómara hvort viðkomandi hafi endurheimt traust. Ég veit ekki hvernig hann mælir það. Kannski bara eftir einhverri stemningu í samfélaginu,“ segir Björgvin Jónsson, lögmaður Atla Helgasonar, um niðurstöðu Landsréttar sem sneri við úrskurði héraðsdóms og synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna Um Atla segir í úrskurðinum: „Þótt 17 ár séu nú liðin frá því dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að varnaraðila var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk er enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta samkvæmt framansögðu.“ Lögmaður Atla furðar sig á þessum orðum enda hafi Atli þegar fengið uppreist æru. Í úrskurði Landsréttar, er viðtekinni dómaframkvæmd um endurheimt lögmannsréttinda vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar sem gerð var á Alþingi síðastliðið haust. Breytingin var samþykkt síðastliðið haust eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk í kjölfar mála Róberts Downey sem fékk uppreist æru með umdeildum hætti. Frumvarp sem verið hafði í smíðum í dómsmálaráðuneytinu um brottfall heimildar stjórnvalda til að veita þeim sem hefðu hlotið refsidóma uppreist æru var lagt fram á síðasta þingdegi og samþykkt síðar sama kvöld.Sjá einnig: Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Með lagabreytingunni var eingöngu fellt brott úr hegningarlögum ákvæði um uppreist æru en heildarendurskoðun lagaákvæða um endurheimt borgaralegra réttinda eftir afplánun dóms var látin bíða og bíður enn. Ekki var haft samráð við refsiréttarnefnd vegna málsins og ekki gafst tími til að leita umsagna um það. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar er fullyrt að framkvæmdin valdi ólögmætri skerðingu mannréttinda, með vísan til fordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákveðið var að hafa gildistíma breytingarinnar tímabundinn og marka þannig ramma fyrir boðaða heildarendurskoðun. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að í ljósi niðurstöðunnar sé mjög brýnt að Alþingi taki af skarið í málinu enda lagabreytingin frá 2017 í andstöðu við alþjóðlega sáttmála sem Ísland sé bundið af. „Á meðan þingið hefur ekki hysjað upp um sig eftir að hafa tekið þetta hálfa skref í fyrra þá er fólk sem lokið hefur afplánun sinna dóma skilið eftir án úrræða til að fá notið mannréttinda til jafns við aðra. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ „Við munum náttúrulega skoða hvað er hægt að gera,“ segir Björgvin aðspurður um næstu skref en niðurstöðu Landsréttar er ekki unnt að vísa til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Uppreist æru Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Gengu of langt gagnvart Atla Héraðsdómur telur Lögmannafélagið hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt í rannsókn á persónulegum högum Atla Helgasonar, dæmds morðingja, þegar hann sótti um endurheimt lögmannsréttinda sinna. 22. maí 2018 05:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
„Mér virðist þetta vera fyrsta áþreifanlega dæmið sem við höfum um að fólk sem hefur afplánað refsidóm fái ekki notið mannréttinda til jafns við aðra í okkar samfélagi,“ segir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari um niðurstöðu Landsréttar sem synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna í gær. Meðal forsendna Landsréttar er lagabreyting sem samþykkt var í miklum flýti á síðasta þingdegi fyrir síðustu alþingiskosningar. Aðdragandi lagabreytingarinnar um afnám ákvæða um uppreist er rakinn og því slegið föstu að eftir breytinguna hafi dómaframkvæmd um endurheimt réttinda að fenginni uppreist æru ekki lengur þýðingu. Þegar lögin voru sett töldu margir varhugavert að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum án þess að taka um leið af skarið um með hvaða hætti þeir sem sviptir hafa verið borgaralegum réttindum sínum geti öðlast þau að nýju. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var fullyrt að brottfall ákvæðisins myndi skerða stjórnarskrárvarin réttindi og að það valdi ólögmætri skerðingu mannréttinda að fella ákvæðið brott án þess að endurskoða einnig þau lög sem málið varði. Er vísað til dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu því til stuðnings. Nefndin lagði engu að síður til að málið yrði samþykkt en hefði tímabundinn gildistímaNiðurstaðan veki spurningar um bann við afturvirkni laga „Atli er náttúrulega búinn að fá uppreist æru en það er allt í einu ekkert atriði og núna er það háð huglægu mati dómara hvort viðkomandi hafi endurheimt traust. Ég veit ekki hvernig hann mælir það. Kannski bara eftir einhverri stemningu í samfélaginu,“ segir Björgvin Jónsson, lögmaður Atla Helgasonar, um niðurstöðu Landsréttar sem sneri við úrskurði héraðsdóms og synjaði Atla Helgasyni um endurheimt lögmannsréttinda sinna Um Atla segir í úrskurðinum: „Þótt 17 ár séu nú liðin frá því dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að varnaraðila var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk er enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta samkvæmt framansögðu.“ Lögmaður Atla furðar sig á þessum orðum enda hafi Atli þegar fengið uppreist æru. Í úrskurði Landsréttar, er viðtekinni dómaframkvæmd um endurheimt lögmannsréttinda vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar sem gerð var á Alþingi síðastliðið haust. Breytingin var samþykkt síðastliðið haust eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk í kjölfar mála Róberts Downey sem fékk uppreist æru með umdeildum hætti. Frumvarp sem verið hafði í smíðum í dómsmálaráðuneytinu um brottfall heimildar stjórnvalda til að veita þeim sem hefðu hlotið refsidóma uppreist æru var lagt fram á síðasta þingdegi og samþykkt síðar sama kvöld.Sjá einnig: Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Með lagabreytingunni var eingöngu fellt brott úr hegningarlögum ákvæði um uppreist æru en heildarendurskoðun lagaákvæða um endurheimt borgaralegra réttinda eftir afplánun dóms var látin bíða og bíður enn. Ekki var haft samráð við refsiréttarnefnd vegna málsins og ekki gafst tími til að leita umsagna um það. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar er fullyrt að framkvæmdin valdi ólögmætri skerðingu mannréttinda, með vísan til fordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákveðið var að hafa gildistíma breytingarinnar tímabundinn og marka þannig ramma fyrir boðaða heildarendurskoðun. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að í ljósi niðurstöðunnar sé mjög brýnt að Alþingi taki af skarið í málinu enda lagabreytingin frá 2017 í andstöðu við alþjóðlega sáttmála sem Ísland sé bundið af. „Á meðan þingið hefur ekki hysjað upp um sig eftir að hafa tekið þetta hálfa skref í fyrra þá er fólk sem lokið hefur afplánun sinna dóma skilið eftir án úrræða til að fá notið mannréttinda til jafns við aðra. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ „Við munum náttúrulega skoða hvað er hægt að gera,“ segir Björgvin aðspurður um næstu skref en niðurstöðu Landsréttar er ekki unnt að vísa til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Uppreist æru Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Gengu of langt gagnvart Atla Héraðsdómur telur Lögmannafélagið hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt í rannsókn á persónulegum högum Atla Helgasonar, dæmds morðingja, þegar hann sótti um endurheimt lögmannsréttinda sinna. 22. maí 2018 05:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00
Gengu of langt gagnvart Atla Héraðsdómur telur Lögmannafélagið hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt í rannsókn á persónulegum högum Atla Helgasonar, dæmds morðingja, þegar hann sótti um endurheimt lögmannsréttinda sinna. 22. maí 2018 05:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent