Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 14:47 Rohr var hress á fundinum. vísir/getty Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira