Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 15:00 Japaninn mældi gervigrasið sem er ljósara og umlykur völlinn sjálfan. Vísir/vilhelm Japanskur fréttamaður fór á hnén með reglustiku og gerði allt hvað hann gat til að mæla hæðina og þykktina á grasinu á Volgograd-vellinum þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu á HM 2018 annað kvöld. Félagi Japanans á myndavélinni fylgdi honum eftir hvert fótmál og vöktu þeir athygli rússneskra kollega sinna sem fylgdust spenntir með framvindu mála. Það sem að hvorki Japanarnir né Rússarnir áttuðu sig á var að sá japanski var að mæla rangan hluta vallarins. Hann var ekki að mæla keppnisvöllinn sjálfan heldur gervigrasið sem umlykur völlinn. Íslenskir blaðamenn fylgdust með þessari uppákomu og brostu út í annað en engum óraði fyrir að þessi mæling ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Rússanum fannst þetta svo mikil snilld að hann tilkynnti stoltur á blaðamannafundinum klukkustund síðar að japanskur félagi hans hefði lagst í mikla mælingarvinnu og spurði Heimi Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson út í völlinn. Þeir vissu ekki að gervigrasið var mælt en ekki grasið sjálft og svöruðu því eins og meistarar. Þeir eru ánægðir með völlinn. Japanska þjóðin á allavega von á ítarlegri fréttaskýringu um gervigrashluta grasvallarins á Volgograd Arena.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. 21. júní 2018 14:30 Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar. 21. júní 2018 10:32 Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum. 21. júní 2018 12:12 Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Japanskur fréttamaður fór á hnén með reglustiku og gerði allt hvað hann gat til að mæla hæðina og þykktina á grasinu á Volgograd-vellinum þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu á HM 2018 annað kvöld. Félagi Japanans á myndavélinni fylgdi honum eftir hvert fótmál og vöktu þeir athygli rússneskra kollega sinna sem fylgdust spenntir með framvindu mála. Það sem að hvorki Japanarnir né Rússarnir áttuðu sig á var að sá japanski var að mæla rangan hluta vallarins. Hann var ekki að mæla keppnisvöllinn sjálfan heldur gervigrasið sem umlykur völlinn. Íslenskir blaðamenn fylgdust með þessari uppákomu og brostu út í annað en engum óraði fyrir að þessi mæling ætti eftir að draga dilk á eftir sér. Rússanum fannst þetta svo mikil snilld að hann tilkynnti stoltur á blaðamannafundinum klukkustund síðar að japanskur félagi hans hefði lagst í mikla mælingarvinnu og spurði Heimi Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson út í völlinn. Þeir vissu ekki að gervigrasið var mælt en ekki grasið sjálft og svöruðu því eins og meistarar. Þeir eru ánægðir með völlinn. Japanska þjóðin á allavega von á ítarlegri fréttaskýringu um gervigrashluta grasvallarins á Volgograd Arena.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. 21. júní 2018 14:30 Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar. 21. júní 2018 10:32 Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum. 21. júní 2018 12:12 Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Leikmenn Nígeríu rífast við stuðningsmenn á samfélagsmiðlum Það er lítil gleði hjá forkólfum knattspyrnusambands Nígeríu með að leikmenn séu að rífast við stuðningsmenn á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. 21. júní 2018 14:30
Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar. 21. júní 2018 10:32
Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum. 21. júní 2018 12:12
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32