Nígeríumenn misstu af hundruðum þúsunda með tapinu gegn Króatíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2018 12:00 Niðurlútir Nígeríumenn eftir leikinn við Króatíu Vísir/getty Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira