Slökkva á nettengingu landsins á prófatímabilinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:46 Svindl á lokaprófum eru sögð mikið vandamál í Alsír. Vísir/getty Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag. Alsír Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag.
Alsír Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila