Lykilstjórnendur verða áfram hjá GAMMA Helgi Vífiill Júlíusson skrifar 21. júní 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri Gamma Capital Management. Fréttablaðið/stefán Lykilstjórnendur GAMMA munu áfram starfa fyrir félagið eftir kaup fjárfestingarbankans Kviku á fyrirtækinu. Þar með taldir eru Agnar Tómas Möller, annar stofnandi GAMMA og framkvæmdastjóri sjóða, Valdimar Ármann forstjóri og Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar. Þetta segir Valdimar í samtali við blaðið. „Við teljum mikilvægt að halda áfram að þjónusta stóran hóp viðskiptavina. Lykilstjórnendur GAMMA voru hluthafar í fyrirtækinu og við munum fá hluta af kaupverðinu greiddan með bréfum í Kviku. Við höfum því hagsmuni af að gæta þess að vel gangi í rekstrinum. Með þessum kaupum höfum við skapað öflugra og sterkara fyrirtæki og getum boðið víðtækari fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir Valdimar. GAMMA verður sjálfstætt dótturfélag Kviku. Kaupverðið gæti numið allt að 3,75 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Greiðslum verður skipt með eftirfarandi hætti: Hluthafar fá 1,1 milljarð króna í reiðufé sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengda greiðslu, sem metin er á 1,4 milljarða króna.Sjá einnig: Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Auk þess fá hluthafar þriggja prósenta hlut í Kviku, sem metinn er nú á 432 milljónir auk árangurstengdrar greiðslu sem geti numið allt að 5,9 prósenta hlut í bankanum sem metinn er á um 839 milljónir króna . Samanlagt væri því um að ræða tæplega níu prósenta hlut í bankanum. Eigið fé GAMMA var 2,1 milljarður króna í árslok 2017 en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljóna króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. „Allir hluthafar GAMMA munu kaupa tilteknar eignir af fyrirtækinu sem ekki tilheyra kjarnarekstri þess,“ segir Valdimar. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger, á um 10 prósenta hlut rétt eins og Guðmundur. Valdimar á 6,2 prósenta hlut. „Eigið fé GAMMA hefur að miklu leyti byggst upp af árangursþóknunum af rekstri sjóða. Hluti af þeim greiðslum á eftir að skila sér. Árangurstengd þóknun hluthafa byggist enn fremur á þróun eigna í stýringu á tilteknu tímabili. Það er hefðbundinn varúðarnagli til að tryggja að verðmæti eignarinnar rýrni ekki,“ segir Valdimar. „Það er hluti af kaupum Kviku á GAMMA að hagræða í rekstrinum. Það ætti að skila sér til viðskiptavina. Til að byrja með eru engar breytingar fyrirhugaðar á starfsmannahaldi enda markmiðið með kaupunum að fjárfesta í öflugu sjóðastýringarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt vöruúrval. Það er ljóst að þegar fram í sækir verður skoðað hvernig hagkvæmast verður að byggja félagið til framtíðar enda er samlegð í vissum þáttum starfseminnar,“ segir Valdimar. Spurður hvort GAMMA eða Kvika hafi átt fyrsta útspilið í samningaviðræðunum segist hann ekki geta sagt til um það eða hvort það skipti máli. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Lykilstjórnendur GAMMA munu áfram starfa fyrir félagið eftir kaup fjárfestingarbankans Kviku á fyrirtækinu. Þar með taldir eru Agnar Tómas Möller, annar stofnandi GAMMA og framkvæmdastjóri sjóða, Valdimar Ármann forstjóri og Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar. Þetta segir Valdimar í samtali við blaðið. „Við teljum mikilvægt að halda áfram að þjónusta stóran hóp viðskiptavina. Lykilstjórnendur GAMMA voru hluthafar í fyrirtækinu og við munum fá hluta af kaupverðinu greiddan með bréfum í Kviku. Við höfum því hagsmuni af að gæta þess að vel gangi í rekstrinum. Með þessum kaupum höfum við skapað öflugra og sterkara fyrirtæki og getum boðið víðtækari fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir Valdimar. GAMMA verður sjálfstætt dótturfélag Kviku. Kaupverðið gæti numið allt að 3,75 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Greiðslum verður skipt með eftirfarandi hætti: Hluthafar fá 1,1 milljarð króna í reiðufé sem greiðist við frágang viðskiptanna og árangurstengda greiðslu, sem metin er á 1,4 milljarða króna.Sjá einnig: Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Auk þess fá hluthafar þriggja prósenta hlut í Kviku, sem metinn er nú á 432 milljónir auk árangurstengdrar greiðslu sem geti numið allt að 5,9 prósenta hlut í bankanum sem metinn er á um 839 milljónir króna . Samanlagt væri því um að ræða tæplega níu prósenta hlut í bankanum. Eigið fé GAMMA var 2,1 milljarður króna í árslok 2017 en þá höfðu ekki verið tekjufærðar 600 milljóna króna kröfur á sjóði í rekstri félagsins vegna árangurstenginga. „Allir hluthafar GAMMA munu kaupa tilteknar eignir af fyrirtækinu sem ekki tilheyra kjarnarekstri þess,“ segir Valdimar. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Straumnes eignarhaldsfélag, í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger, á um 10 prósenta hlut rétt eins og Guðmundur. Valdimar á 6,2 prósenta hlut. „Eigið fé GAMMA hefur að miklu leyti byggst upp af árangursþóknunum af rekstri sjóða. Hluti af þeim greiðslum á eftir að skila sér. Árangurstengd þóknun hluthafa byggist enn fremur á þróun eigna í stýringu á tilteknu tímabili. Það er hefðbundinn varúðarnagli til að tryggja að verðmæti eignarinnar rýrni ekki,“ segir Valdimar. „Það er hluti af kaupum Kviku á GAMMA að hagræða í rekstrinum. Það ætti að skila sér til viðskiptavina. Til að byrja með eru engar breytingar fyrirhugaðar á starfsmannahaldi enda markmiðið með kaupunum að fjárfesta í öflugu sjóðastýringarfyrirtæki sem býður upp á fjölbreytt vöruúrval. Það er ljóst að þegar fram í sækir verður skoðað hvernig hagkvæmast verður að byggja félagið til framtíðar enda er samlegð í vissum þáttum starfseminnar,“ segir Valdimar. Spurður hvort GAMMA eða Kvika hafi átt fyrsta útspilið í samningaviðræðunum segist hann ekki geta sagt til um það eða hvort það skipti máli.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39 Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Kvika banki að kaupa GAMMA Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. 20. júní 2018 09:39
Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. 20. júní 2018 17:00