Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2018 23:30 Viktor Orbán hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Vísir/AFP Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi. Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. Í nýsamþykktum lögum er meðal annars að finna ákvæði um að einstaklingar eða fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk eða hælisleitendur við að fá dvalarleyfi, geti verið dæmdir í fangelsi. Innanríkisráðherrann Sandor Pinter segir í yfirlýsingu að ungverska þjóðin reikni réttilega með því að ríkisvaldið beiti öllum sínum kröftum við að stöðva hinn ólöglega straum fólks til landsins, og alla þá starfsemi sem viðheldur honum. Samþykkt var að leggja sérstakan skatt á allar stofnanir, sem ekki eru á vegum hins opinbera, og vinna að því að aðstoða flóttafólk. „Við viljum nýta þennan skatt til að vinna gegn skipulögðum innflutningi fólks,“ sagði í yfirlýsingu ungverska fjármálaráðuneytisins. Forsætisráherrann Viktor Orbán hefur harðlega gagnrýnt innflytjendastefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara og hefur einn helsti talsmaður hóps Austur-Evrópuþjóða í baráttu þeirra gegn kvótum Evrópusambandsins, þar sem hælisleitendum hefur verið skipt á milli aðildarríkja sambandsins. Talsmaður stjórnar Orbán segir ungversk stjórnvöld eiga von á að framkvæmdastjórn ESB komi til með að leita til dómstóla vegna hinna nýsamþykktu laga í Ungverjalandi.
Flóttamenn Ungverjaland Tengdar fréttir Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51 Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Þúsundir Ungverja mótmæltu Orban-stjórninni Mótmælendurnir kröfðust endurtalningar atkvæða í þingkosningunum, nýrra kosningalaga og frjálsra fjölmiðla. 15. apríl 2018 07:51
Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. 30. maí 2018 06:00