Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 12:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þingsal fyrr í sumar. Þau eru hvött til þess af þúsundum Íslendinga að fordæma aðgerðir bandarískra yfirvalda á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið. Þessar aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart börnum hafa vakið hörð viðbrögð enda eru börnin sett í varðhald án foreldra sinna. Upptökur þar sem grátandi börn heyrast biðja um mömmu og pabba hafa vakið mikinn óhug en á vef undirskriftalistans segir eftirfarandi: „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“ Þá er búið að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna málsins. Þaðan á að ganga að bandaríska sendiráðinu en nú hafa 1200 manns boðað komu sína á mótmælin. „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar. Við göngum fyrir mannúðlegri og opnari heimi. Þar sem manneskjur eru manneskjur óháð þjóðerni. Við lokum ekki börn í búrum. Gangan er ekki bara mótmæli gegn ómannúðlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart flóttafólki frá suðurameríku. Gangan er meðmæli með mannúðlegri stefnu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Á Ítalíu hefur björgunarskipum verið bannað að koma til hafnar, á Grikklandi er flóttamannabúðir handan við grindverk. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem við sem land Í Schengen þurfum líka að axla ábyrgð á. En ástæða þess að við göngum núna er framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart börnum og foreldrum. Við göngum fyrir mennskari heim. Heim þar sem skipum er ekki vísað frá landi og þar sem börn eru ekki lokuð í búrum,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Mexíkó Tengdar fréttir Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Undanfarnar vikur hafa bandarísk yfirvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna en bandarísk stjórnvöld telja að fólkið sé að koma ólöglega inn í landið. Þessar aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart börnum hafa vakið hörð viðbrögð enda eru börnin sett í varðhald án foreldra sinna. Upptökur þar sem grátandi börn heyrast biðja um mömmu og pabba hafa vakið mikinn óhug en á vef undirskriftalistans segir eftirfarandi: „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa.“ Þá er búið að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna málsins. Þaðan á að ganga að bandaríska sendiráðinu en nú hafa 1200 manns boðað komu sína á mótmælin. „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar. Við göngum fyrir mannúðlegri og opnari heimi. Þar sem manneskjur eru manneskjur óháð þjóðerni. Við lokum ekki börn í búrum. Gangan er ekki bara mótmæli gegn ómannúðlegri stefnu Bandaríkjanna gagnvart flóttafólki frá suðurameríku. Gangan er meðmæli með mannúðlegri stefnu í bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Á Ítalíu hefur björgunarskipum verið bannað að koma til hafnar, á Grikklandi er flóttamannabúðir handan við grindverk. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem við sem land Í Schengen þurfum líka að axla ábyrgð á. En ástæða þess að við göngum núna er framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart börnum og foreldrum. Við göngum fyrir mennskari heim. Heim þar sem skipum er ekki vísað frá landi og þar sem börn eru ekki lokuð í búrum,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Mexíkó Tengdar fréttir Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46 Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51 Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. 20. júní 2018 08:46
Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim. 20. júní 2018 10:51
Funda vegna stefnu Trumps Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri. 20. júní 2018 06:00