Mexíkó

Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð
Útihátíðinni Fyre II hefur verið frestað um ókomna tíð. Fyre-hátíðin, sem haldin var af sama skipuleggjanda er sögð misheppnaðasta útihátíð sögunnar. Þeir sem hafa gerst svo djarfir að tryggja sér miða fengu skilaboð um frestunina á dögunum.

Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku.

Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum
Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu.

Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir
Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó

Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða
Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla.

Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð liggja yfir áætlunum um að láta herinn taka yfir afmarkað svæði við landamærin í Nýju-Mexíkó.

Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“
Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna.

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Helga Haraldsdóttir yfirkokkur segir mikilvægt að lyfta fjölbreytileikanum í eldhúsunum. Í sumum eldhúsum sé eins og fólk stígi aftur til fortíðar. Hún fagnar því að í ár eru fimm gestakokkar á Food&fun en engar konur tóku þátt í fyrra.

Trump frestar tollgjöldum nágrannanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum.

Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó
„Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó.

Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig
Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína.

Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna
Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár.

Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök
Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó.

CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó
Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök.

Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit.

Hvað gengur Trump til með tollum?
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.

Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar.

Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin.

Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez
Óscar García, þjálfari Guadalajara, hefur fengið þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez, leikmann León, í leik í mexíkósku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Google breytir nafninu á Mexíkóflóa
Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps.

Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara
Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda.

Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum.

Þingmaður myrtur í Mexíkó
Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum.

Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum
Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í gær að til greina kæmi að beita eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hótaði því að setja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó, stöðvi yfirvöld þar ekki flæði fíkniefna og farand- og flóttafólks yfir landamæri ríkjanna.

Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada
Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti.

Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“
Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans.

Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll
Lögregluþjónar í Guerrero-fylki í Mexíkó fundu í gær ellefu lík sem skilin höfðu verið eftir í pallbíl við hraðbraut í gegnum Chilpancingo, höfuðborg fylkisins. Tvö börn eru meðal hinna látnu en talið er að fólkið hafi verið myrt.

Milton safnar aftur krafti
Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir.

Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku
Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug.

Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum
Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum.