Bjóða allt hlutafé Íslenska gámafélagsins til sölu Hörður Ægisson skrifar 20. júní 2018 06:00 Velta Íslenska gámafélagsins hefur nærri tvöfaldast frá 2012. Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu en í stuttri fjárfestakynningu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að áætlað sé að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 4,9 milljarðar króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) um 650 milljónir. Formlegt söluferli hófst í byrjun þessa mánaðar en gert er ráð fyrir að fyrstu óskuldbindandi tilboðin berist frá fjárfestum á fyrri helmingi júlímánaðar. Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins. Í fjárfestakynningunni kemur fram að frá árinu 2012 hafi velta félagsins nærri tvöfaldast og nemur árlegur vöxtur að meðaltali um 10,7 prósentum. Þá hefur EBITDA félagsins þrefaldast yfir sama tímabil og er gert ráð fyrir að EBITDA sem hlutfall af tekjum verði um 13 prósent á þessu ári. Efnahagsreikningur Íslenska gámafélagsins hefur stækkað mjög á síðustu árum samhliða auknum umsvifum og endurnýjun á bifreiðum og flutningatækjum. Heildareignir í árslok 2017 námu 5,5 milljörðum. Nettó skuldir félagsins voru um 2,8 milljarðar og eigið fé nam 1,7 milljörðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Hluthafar Íslenska gámafélagsins, eignarhaldsfélagið Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé félagsins. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu en í stuttri fjárfestakynningu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að áætlað sé að velta fyrirtækisins á þessu ári verði um 4,9 milljarðar króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) um 650 milljónir. Formlegt söluferli hófst í byrjun þessa mánaðar en gert er ráð fyrir að fyrstu óskuldbindandi tilboðin berist frá fjárfestum á fyrri helmingi júlímánaðar. Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins. Í fjárfestakynningunni kemur fram að frá árinu 2012 hafi velta félagsins nærri tvöfaldast og nemur árlegur vöxtur að meðaltali um 10,7 prósentum. Þá hefur EBITDA félagsins þrefaldast yfir sama tímabil og er gert ráð fyrir að EBITDA sem hlutfall af tekjum verði um 13 prósent á þessu ári. Efnahagsreikningur Íslenska gámafélagsins hefur stækkað mjög á síðustu árum samhliða auknum umsvifum og endurnýjun á bifreiðum og flutningatækjum. Heildareignir í árslok 2017 námu 5,5 milljörðum. Nettó skuldir félagsins voru um 2,8 milljarðar og eigið fé nam 1,7 milljörðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira