Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 17:27 Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45