Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 14:45 Utanaðkomandi var vísað frá svæðinu þegar björgunaraðgerðirnar hófust. Vísir/EPA Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fjórum drengjum af tólf var bjargað úr Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands í aðgerðum kafara sem stóðu yfir í hátt í hálfan sólahring í dag. Aðgerðirnar gengu hraðar en búist hafði verið við en átta drengir og þjálfari þeirra eru enn í hellinum þar sem þeir hafa verið fastir í tvær vikur. Aðgerðum er lokið í bili en verður haldið áfram á morgun. Alþjóðlegur hópur kafara lagði af stað inn í hellana kl. 10 í morgun að staðartíma, kl. 3 í nótt að íslenskum tíma. Búist var við því að það tæki ellefu tíma að ná hverjum dreng út og að aðgerðirnar gætu tekið nokkra daga. Fréttir bárust hins vegar af því að fyrstu drengirnir væru komnir upp á yfirborðið um tveimur klukkustundum áður en búist var við því að það gæti gerst í fyrsta lagi. Svo virðist sem að aðstæður í hellunum hafi verið betri en talið var. Ákveðið hafði verið að ráðast í aðgerðirnar nú vegna þess að vatnsborðið í hellunum hafði fallið nokkuð frá því að flóðavatn festi hópinn inni. Spáð er úrhellisrigningu í vikunni við upphaf monsúntímabilsins og því sögðu yfirmenn aðgerðanna að þeir væru í keppni við vatnið um að ná drengjunum út. Yfirmaður aðgerðanna sagði á blaðamannafundi að drengirnir fjórir væru við góða heilsu og að aðgerðirnar hefðu gengið vel. Drengirnir fjórir eru allir komnir á sjúkrahús. Alls hafi níutíu kafarar tekið þátt í þeim, fimmtíu erlendir og fjörutíu taílenskir. Kafararnir hafa leitt drengina í gegnum myrkrið og þröngar glufur. Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng en hver þeirra fékk súrefnisgrímu yfir allt andlitið. Boðaði yfirmaður aðgerðanna tíu til tuttugu klukkustunda hlé á þeim, meðal annars vegna þess að súrefnisbirgðirnar hefðu klárast. Til stendur að hefja þær aftur kl. 8 að staðartíma á morgun, kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent