Tveir kafarar fylgja hverjum dreng í kapphlaupi við rigninguna Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 10:13 Kafarar sérsveitar taílenska sjóhersins birtu þessa mynd af sér áður en þeir héldu niður í hellinn. Vísir/EPA Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018 Fastir í helli í Taílandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Úrhellisrigning er nú á hellasvæðinu í Taílandi þar sem tólf drengir og þjálfari þeirra bíða björgunar. Björgunaraðgerðir hófust í morgun og hafa taílensk yfirvöld opinberað áætlun sína um að koma drengjunum út. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng en búist er við því að það taki ellefu klukkustundir að koma hverjum og einum þeirra út. Ákveðið var að ráðast í aðgerðirnar kl. 10 að staðartíma í morgun, kl. 3 að íslenskum tíma, þar sem að vatnshæðin í hellakerfinu er nú sú lægsta sem hún hefur verið frá því að hópurinn varð innlyksa fyrir tveimur vikum. Úrhellisrigning er nú skollin á en yfirvöld óttuðust að hún gæti fljótt fyllt hellana aftur af jafnvel meira vatni en áður. CNN-fréttastöðin segir að spáð sé áframhaldandi úrhelli út vikuna en monsúntímabilið er nú að hefjast á Taílandi. Það stendur fram í október.Breska ríkisútvarpið BBC segir að taílensk yfirvöld hafi birt áætlun sína um björgun drengjanna. Þeir fá hver um sig öndunargrímu sem nær yfir allt andlitið og súrefnistank. Tveir kafarar fylgja hverjum og einum og geta þeir fetað sig áfram eftir reipi. Á þrengsta kafla leiðarinnar þurfa kafararnir og drengirnir hins vegar að taka af sér súrefniskútana og rúlla þeim í gegn. Fréttaritari BBC á staðnum segir að drengjunum verði gefið tækifæri til að stoppa á leiðinni til að safna kröftum og til að hægt sé að meta ástand þeirra. Sumir drengjanna er ósyndir og enginn þeirra hefur reynslu af köfun. Kafarar hafa reynt að undirbúa þá eftir fremsta megni undanfarna daga. Búist er við því að gangi allt að óskum gætu fyrsti drengurinn komist upp í fyrsta lagi um kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Björgunaraðgerðirnar gætu tekið nokkra daga.Thai cave rescue: "War against water" has begun as monsoon rains hit Tham LuangFollow live updates: https://t.co/x6vvncsUoh pic.twitter.com/rgCqEhq0L5— BBC News (World) (@BBCWorld) July 8, 2018
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira