Suður-kóreskar konur hafa fengið nóg Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2018 18:01 Suður-kóreskar konur hópuðust saman á götum Seúl í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017. Erlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017.
Erlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira