Jakob Birgis gefur út sumarsmell: „Kannski bara manískt þunglyndur“ Bergþór Másson skrifar 7. júlí 2018 16:15 Jakob Birgis í hvítri skyrtu og Jakob Birgis í sumarfíling. Sigurbjartur Sturla Atlason / Hlynur Snær Andrason Jakob Birgisson fjöllistamaður gaf út sitt fyrsta lag síðastliðinn fimmtudag undir listamannanafninu Jakob Birgis. Það er eins konar popplag og heitir Sumarsmellur. Lagið fjallar um stelpur á sumrin og bjór en undir einföldu og gleðilegu yfirborði krauma áleitnar spurningar. Lagið hefur verið spilað 2.400 sinnum á Spotify á tvemur sólahringum og vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Það verður að teljast ágætis spilun og þar af leiðandi mætti fullyrða það að lagið standi undir nafni sem sumarsmellur. Jakob hefur áður skotið upp kollinum í íslenskri tónlist en hann rappar á laginu Honda Jazz Music á Anxiety City-plötu rapparans Joey Christ. Þetta er því ekki frumraun hans í orðins fyllstu merkingu. „Ég á samt ekki langan tónlistarferil að baki. Hann er rétt að byrja. En þetta lag er ákveðið loksins, loksins móment. Íslenska tónlistarsenan hefur ekki annað eftirspurninni eftir sumarsmellinum. Hér kemur hann á hvítum hesti, með stóru S-i,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Gracias amiga A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Jun 3, 2018 at 10:39am PDTAndlegur öryrki í ástarsorg Lagið fjallar um ýmislegt, allt frá almennum hugleiðingum um lýðheilsu að stóru spurningum lífsins, um ástina, kvíðann og birtuna í lífi okkar allra. „Suma daga vaknar maður og vill einfaldlega ekki lifa,“ játar Jakob og útskýrir nánar: „Ég á við, ég er örlyndur. Eða mislyndur. Eða kannski bara manískt þunglyndur. En maður verður bara að vanda sig við að vera hamingjusamur og Sumarsmellurinn snýst um það. Síðasta sumar var ég andlegur öryrki í ástarsorg. Drakk óhóflega og fitnaði um þónokkur kíló. Sumarsmellur táknar bjartari tíma. Nú er hörðum frostavetri lokið og við tekur nýtt sumar.“Forfallinn sumarstrákur Jakob segist hafa samið lagið á eina almennilega sólardegi ársins, 20. júní. „Sumir tónlistarmenn fá eitthvað út úr því að mæta í viðtal og segjast hafa samið eitthvað í skammdeginu. Það er orðin hálfgerð tugga. Sumarsmellurinn er ekki þannig. Þetta spratt úr öðrum jarðvegi, sólríkum jarðvegi, enda er ég í rauninni forfallinn sumarstrákur. Ég tala í laginu um að rúlla til móts við sumarið sem king. Það er nákvæmlega það sem Íslendingar verða að læra, að maður þarf að koma til móts við veðurguðina. Árstíðir eru spurning um sviptingar í hugarfari en ekki veðri. Sumarið fyrir Íslendingum þarf að vera spurning um andrúmsloft og góða stemningu, ekki fjölda rigningadaga. Það er einlæg skoðun mín.“ A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Nov 22, 2017 at 11:57am PSTHeimsmyndin skýr Með þessum hætti kemur Jakob einlægri skoðun sinni til skila, með léttu lagi um sumar og stelpur. En hann er ekki við eina fjölina felldur. „Ég er líka að fóta mig í uppistandi, sem hefur gengið vel hingað til, og vil í raun bara nálgast þennan bransa með svolítið breiða skírskotun. Að vera skemmtikraftur; uppistandari, söngvari, rappari, et cetera. Þetta ber allt að sama brunni. Það er viss krafa um að maður skilgreini sig sem eitthvað eitt. Maður á ekki að pæla í því, bara framkvæma. Ég gengst frekar við stemningunni en að hanga heima í þunglyndi. Heimsmyndin verður skýr með réttu hugarfari. Góðar víbrur einvörðungu.“ Hér að neðan má hlusta á Sumarsmellinn á Spotify. Menning Tengdar fréttir Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar Lífið ræddi við Sigurð Oddsson hönnuð og Arnar Inga Ingason pródúser, samstarfsmenn Loga Pedro Stefánssonar á plötunni Litlir svartir strákar og fengum að skyggnast eilítið í ferlið bakvið útlit plötunnar. 19. maí 2018 08:15 Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jakob Birgisson fjöllistamaður gaf út sitt fyrsta lag síðastliðinn fimmtudag undir listamannanafninu Jakob Birgis. Það er eins konar popplag og heitir Sumarsmellur. Lagið fjallar um stelpur á sumrin og bjór en undir einföldu og gleðilegu yfirborði krauma áleitnar spurningar. Lagið hefur verið spilað 2.400 sinnum á Spotify á tvemur sólahringum og vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Það verður að teljast ágætis spilun og þar af leiðandi mætti fullyrða það að lagið standi undir nafni sem sumarsmellur. Jakob hefur áður skotið upp kollinum í íslenskri tónlist en hann rappar á laginu Honda Jazz Music á Anxiety City-plötu rapparans Joey Christ. Þetta er því ekki frumraun hans í orðins fyllstu merkingu. „Ég á samt ekki langan tónlistarferil að baki. Hann er rétt að byrja. En þetta lag er ákveðið loksins, loksins móment. Íslenska tónlistarsenan hefur ekki annað eftirspurninni eftir sumarsmellinum. Hér kemur hann á hvítum hesti, með stóru S-i,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Gracias amiga A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Jun 3, 2018 at 10:39am PDTAndlegur öryrki í ástarsorg Lagið fjallar um ýmislegt, allt frá almennum hugleiðingum um lýðheilsu að stóru spurningum lífsins, um ástina, kvíðann og birtuna í lífi okkar allra. „Suma daga vaknar maður og vill einfaldlega ekki lifa,“ játar Jakob og útskýrir nánar: „Ég á við, ég er örlyndur. Eða mislyndur. Eða kannski bara manískt þunglyndur. En maður verður bara að vanda sig við að vera hamingjusamur og Sumarsmellurinn snýst um það. Síðasta sumar var ég andlegur öryrki í ástarsorg. Drakk óhóflega og fitnaði um þónokkur kíló. Sumarsmellur táknar bjartari tíma. Nú er hörðum frostavetri lokið og við tekur nýtt sumar.“Forfallinn sumarstrákur Jakob segist hafa samið lagið á eina almennilega sólardegi ársins, 20. júní. „Sumir tónlistarmenn fá eitthvað út úr því að mæta í viðtal og segjast hafa samið eitthvað í skammdeginu. Það er orðin hálfgerð tugga. Sumarsmellurinn er ekki þannig. Þetta spratt úr öðrum jarðvegi, sólríkum jarðvegi, enda er ég í rauninni forfallinn sumarstrákur. Ég tala í laginu um að rúlla til móts við sumarið sem king. Það er nákvæmlega það sem Íslendingar verða að læra, að maður þarf að koma til móts við veðurguðina. Árstíðir eru spurning um sviptingar í hugarfari en ekki veðri. Sumarið fyrir Íslendingum þarf að vera spurning um andrúmsloft og góða stemningu, ekki fjölda rigningadaga. Það er einlæg skoðun mín.“ A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Nov 22, 2017 at 11:57am PSTHeimsmyndin skýr Með þessum hætti kemur Jakob einlægri skoðun sinni til skila, með léttu lagi um sumar og stelpur. En hann er ekki við eina fjölina felldur. „Ég er líka að fóta mig í uppistandi, sem hefur gengið vel hingað til, og vil í raun bara nálgast þennan bransa með svolítið breiða skírskotun. Að vera skemmtikraftur; uppistandari, söngvari, rappari, et cetera. Þetta ber allt að sama brunni. Það er viss krafa um að maður skilgreini sig sem eitthvað eitt. Maður á ekki að pæla í því, bara framkvæma. Ég gengst frekar við stemningunni en að hanga heima í þunglyndi. Heimsmyndin verður skýr með réttu hugarfari. Góðar víbrur einvörðungu.“ Hér að neðan má hlusta á Sumarsmellinn á Spotify.
Menning Tengdar fréttir Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar Lífið ræddi við Sigurð Oddsson hönnuð og Arnar Inga Ingason pródúser, samstarfsmenn Loga Pedro Stefánssonar á plötunni Litlir svartir strákar og fengum að skyggnast eilítið í ferlið bakvið útlit plötunnar. 19. maí 2018 08:15 Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05
Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar Lífið ræddi við Sigurð Oddsson hönnuð og Arnar Inga Ingason pródúser, samstarfsmenn Loga Pedro Stefánssonar á plötunni Litlir svartir strákar og fengum að skyggnast eilítið í ferlið bakvið útlit plötunnar. 19. maí 2018 08:15