Innlent

Öldruð kona lá hjálparlaus í einn og hálfan sólahring eftir að hafa dottið í baði

Kjartan Kjartansson skrifar
Lítið amaði að konunni miðað við aðstæður, að sögn lögreglu.
Lítið amaði að konunni miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom níræðri konu til aðstoðar í íbúð í Lækjargötu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Konan hafði fallið í baði og komst hún ekki á fætur aftur. Lögreglan telur að konan hafi legið í baðinu í einn og hálfan sólahring.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að lítið hafi amað að konunni miðað við aðstæður. Frekari upplýsingar um líðan konunnar eða hvort hún náði sjálf að kalla á hjálpa fylgdu ekki sögunni.

Ökumaður strætisvagns sem ekið var á miklum hraða á tvær bifreiðar í hringtorgi á gatnamótum Dalvegs og Smiðjuvegs í Kópavogi síðdegis í gær var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna gruns um að hann hafi verið ölvaður við stýri.

Ökumaður og farþegar í annarri bifreiðinni sem strætisvagninum var ekið á kvörtuðu undan eymslum í hálsi og höfði. Strætisvagninn var á svo mikilli ferð að hann hafnaði upp á umferðareyju eftir að hafa rekist á bílana tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×