Sendiherrar sameinast í ást og friði Ingólfstorgi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:30 Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á Ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/Þórsteinn Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira