Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2018 20:00 Það hefur verið blautt í sumar. Vísir/Vilhelm Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands. Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólin hefur varla sést víða um land í sumar, þá sérstaklega ekki á höfuðborgarsvæðinu. Það fór í það minnsta ekki framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi.Í frétt AP er rætt við Trausta Jónsson veðurfræðing þar sem hann segir að Íslendingar séu að gjalda fyrir að gott veður sé í Evrópu. Oftar en ekki sé það þannig að þegar veðrið sé gott þar sé veðrið slæmt hér á landi. Háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu sé að hafa áhrif á vindrastir sem ýti skýjum yfir Ísland. Þetta hefur haft þau áhrif að það rigndi hvern einasta dag í maí í Reykjavík auk þess sem sólarstundir hafa aldrei verið færri í borginni.Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumarFréttablaðið/ErnirBiðst afsökunar fyrir hönd BretaBlaðamaður Guardian grípur frétt AP á lofti og spyr í fyrirsögn hvort það geti virkilega verið að lélegasta sumar síðustu 100 ára sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna? Rætt er við veðurfræðing hjá bresku veðurstofunni sem tekur að einhverju leyti undir með Trausta og segir að til þess að Íslendingar fái að njóta sólar og sumaryls í auknum mæli þurfi vindrastirnar að færast norðar.Þá bendir hann á að engin tvö Evrópuríki eigi í jafn nánu veðursambandi og Ísland og Bretland.„Oft er það þannig að veðrið hér er andstæða þess sem er í gangi á Íslandi,“ segir Deakin.Þá segir einnig að miðað við þetta sé ekki von á góðu fyrir Íslendinga, spáð sé björtu og hlýju veðri á Bretlandi næstu daga.„Afsakið, Ísland,“ segir að lokum í umfjöllun Guardian.Veðurhorfur á landinuSuðaustan 5-13 með súld eða rigningu S- og V-lands en hægt og bjart veður fyrir austan. Sunnan 3-10 og rigning eða skúrir á morgun, en úrkomulítið á Austurlandi. Dregur úr úrkomu vestantil annað kvöld en samfelld rigning á Austurlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Hægt vaxandi suðvestanátt um suðvestan og vestanvert landið, 10-15 m/s og fer að rigna seinnipartinn en bjartviðri austantil. Hlýnar heldur í veðri.Á mánudag og þriðjudag:Suðvestanátt, víða 5-13 m/s, en sums staðar hvassara norðvestantil. Skýjað og skúrir S- og V-lands en lengst af bjartviðri um landið austanvert. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir fremur hæga suðlæga átt. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert en léttskýjað norðan og austantil. Hiti 8 til 20 stig. Svalast á annesjum vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00 Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Seint verður sagt að spáð sé bongóblíðu í höfuðborginni. 5. júlí 2018 13:00
Blaut helgi framundan Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina. 6. júlí 2018 06:58