Fyrirliði sænska landsliðsins svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:30 Andreas Granqvist. Vísir/Getty Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Andreas Granqvist, fyrirliða sænska landsliðsins í fótbolta, og ekki bara á HM í fótbolta í Rússlandi. Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega í miðri vörn sænska liðsins sem hefur haldið hreinu í 3 af 4 leikjum sínum og er komið alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Englandi á morgun. Granqvist hefur einnig skorað tvö af sex mörkum sænska liðsins á mótinu en mörkin hans komu bæði úr vítaspyrnum. Kona hans Sofie eignaðist síðan dótturina Miku í nótt. „Hún kom í heiminn á góðum tímapunkti en ég svaf ekki mikið í nótt,“ sagði Andreas Granqvist við Expressen. „Ég er svo ótrúlega ánægður og stoltur. Hún er heilbrigð og eiginkonu minni líður vel. Allt gekk vel,“ sagði Granqvist. Það hefur verið mikil lukka hjá Granqvist þessa daga enda allt að ganga frábærlega bæði inn á vellinum og heima fyrir. „Það er ekkert betra en að eignast dóttur en það fá ekki allir fótboltamenn tækifæri til að að spila í átta liða úrslitum á HM. Ég ætla bara að njóta,“ sagði Granqvist. Hann þakkaði líka liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu af Instagram síðu þar sem hann fagnaði fæðingu dóttur sinnar. So happy and proud of my wife. Both are healthy and well. #worldcupbaby #pappashårfäste A post shared by Andreas (@granqvistandreas) on Jul 5, 2018 at 11:51pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira