Erlent

33 látið lífið í hitabylgjunni í Kanada

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maður kælir sig í skugganum í garði í Montreal.
Maður kælir sig í skugganum í garði í Montreal. vísir/ap
33 hafa látið lífið í hitabylgju sem hefur gengið yfir suðurhluta Quebec-fylkis í Kanada.

Hitabylgjan er sú mesta í fylkinu í áratugi en hún hófst síðastliðinn föstudag. Hefur hitinn farið upp í 35 gráður og þá hefur einnig verið mjög rakt.

Flestir þeirra sem hafa látist af völdum hitans voru á aldrinum 50 til 80 ára. Átján af 33 dauðsföllum hafa verið í Montreal.

Yfirvöld hvetja fólk til að drekka mikið af vatni og að halda sig í skugganum. Þá hafa heilbrigðisstarfsmenn gengið hús úr húsi í Montreal til að athuga með heilsu um 15 þúsund íbúa sem talið eru að séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna hitans.

Veðurspár gera ráð fyrir að hitinn fari lækkandi á morgun og fari þá ekki hærra en í 24 gráður en meðalhitastig á þessum árstíma í Montreal er 25 gráður. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×