John Stones: Kólumbía er óheiðarlegasta liðið sem ég hef spilað á móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 17:00 John Stones fagnar sigri með félögum sínum í enska landsliðinu. Vísir/Getty Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira