Sumar stóru félagsskiptanna í íslenska körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 14:30 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson lyfta Íslandsbikarnum á dögunum. Vísir/bára Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Fjórir toppleikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta hafa farið á milli liða í deildinni í sumar þar af þrír þeirra til liðs sem þeir mættu í úrslitakeppninni síðasta vor. Leikmennirnir fjórir eru Brynjar Þór Björnsson, Dagur Kár Jónsson, Danero Axel Thomas og Sigtryggur Arnar Björnsson. Sigtryggur Arnar var sá síðasti af þeim til að fara á milli liða þegar hann fékk sig lausann frá Tindastól og samdi við Grindvíkinga. Dagur Kár, Danero og Arnar voru allir á topp tíu í framlagi íslenskra leikmanna í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og Brynjar Þór var fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR. Til viðbótar hafa líka þrír aðrir öflugir leikmenn farið á milli liða í deildinni. Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson fór frá Njarðvík í Val, framherjinn Ólafur Helgi Jónsson fór frá Þór Þorlákshöfn í Njarðvík og framherjinn Kristinn Marinósson fór frá ÍR í Hauka. Vísir ætlar nú að skoða aðeins þessa fjóru stærstu sem hafa farið á milli félaga á þessu viðburðarríka sumri í íslenska körfuboltanum.Sigtryggur Arnar Björnson var einn af lykilmönnum Tindastóls á síðasta tímabilivísir/báraSigtryggur Arnar Björnsson25 ára bakvörðurGamla liðið: TindastóllNýja liðið: Grindavík - Hjálpaði Tindastól að slá Grindavík út úr úrslitakeppinniMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 19,4 stig í leik 4,0 fráköst í leik 3,3 stoðsendingar í leik7. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (17,3 í leik)10. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (16,5 í leik) Átti frábært fyrsta tímabil með Tindastóls og fáir bjuggust við öðru en að hann yrði áfram hjá liðinu. Ekkert varð hinsvegar að því og Arnar spilar með sínu þriðja liði á þremur árum. Fór auðveldlega úr því að vera besti maðurinn í einu lélegasta liði deildarinnar í að vera besti maðurinn í einu besta liði deildarinnar.Brynjar Þór Björnsson í búningi Tindastóls.tindastóllBrynjar Þór Björnsson30 ára bakvörðurGamla liðið: KRNýja liðið: Tindastóll - Lyfti Íslandsbikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastól í lokaúrslitumMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 12,5 stig í leik 3,0 fráköst í leik 2,5 stoðsendingar í leik33. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (10,4 í leik)19. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (10,8 í leik) Meiddist skömmu fyrir úrslitakeppni en kom til baka og fór fyrir frábærum endaspretti KR-liðsins. Skoraði 31 stig og 7 þrista í tveimur síðustu leikjum KR á móti Tindastól í úrslitaeinvíginu. Leikjhæsti og stigahæsti KR-ingur sögunnar.Danero Axel Thomas í leik með ÍR.vísir/andri marinóDanero Axel Thomas32 ára framherjiGamla liðið: ÍRNýja liðið: Tindastóll - Átti frábært einvígi með ÍR á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppninnarMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,1 stig í leik 6,5 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik16. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)4. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (21,0 í leik) Átti frábært tímabil með ÍR-liðinu og sýndi síðan að hann gat tekið að sér stærra hlutverk í forföllum Ryan Taylor. Danero var með 28,3 stig, 13 fráköst og 34 framlagsstig að meðaltali í leikjunum þremur þar sem Ryan var í leikbanni. Stólarnir fengu að kynnast þessum Danero frá fyrstu hendi og buðu honum samning.Dagur Kár Jónsson í leik með Grindvíkingum.vísir/anton brinkDagur Kár Jónsson23 ára bakvörðurGamla liðið: GrindavíkNýja liðið: Stjarnan - Snýr aftur til baka til uppeldisfélagsins sínsMeðaltölin á öllu Íslandsmótinu 2017-18 (deild+úrslitak.) 16,6 stig í leik 3,5 fráköst í leik 6,7 stoðsendingar í leik14. sæti í framlagi Íslendinga í deildinni (14,7 í leik)5. sæti í framlagi Íslendinga í úrslitakeppninni (19,7 í leik) Kominn aftur heim í Garðabæinn eftir þriggja ára fjarveru í Bandaríkjunum og Grindavík. Fékk á sig mikla ábyrgð í Grindavíkurliðinu á síðasta tímabili og bætti sig sem leikmaður frá tímabilinu á undan. Orðinn mjög öflugur leikstjórnandi sem fær nú tækifæri til að stýra sóknarleiknum hjá sínu uppeldisfélagi.vísir
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira