Býst við að skrifa undir hjá Hamburg á allra næstu dögum Hjörvar Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 10:00 Aron Rafn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en góð frammistaða hans hjá ÍBV er að skila honum öðru tækifæri í atvinnumennsku. Vísir/Ernir Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í samtali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síðasta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meistari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron.Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmannakaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er markmiðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hamburger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bietigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskilstuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undanfarið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili. Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í samtali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síðasta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meistari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron.Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmannakaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er markmiðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hamburger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bietigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskilstuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undanfarið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili.
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni