Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 19:30 Nýtt myndband af strákunum innan úr hellinum var birt í dag. vísir/ap Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. Það gæti því reynst nokkuð erfitt að koma drengjunum úr hellinum með því að kenna þeim köfun. „Það er eitt að kenna óvönum að kafa en svo eru aðstæðurnar sem þeir eru í, þetta er lokað rými og myrkur og straumar þannig að þetta eru ekki aðstæður sem að vanir kafarar færu í alla jafna nema þeir hafi þá einhverja sérþjálfun eða menntun í þetta,“ sagði Jónas Karl í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðstæðurnar í hellinum eru þannig að aðeins er hægt að komast út í eina átt. „Það er ekkert loft, þú ferð ekkert upp, þú verður að fara út.“Að sögn Jónasar er misjafnt hvernig fólk höndlar það að kafa í fyrsta sinn. Það verði ekki auðvelt að koma drengjunum út úr hellinum með köfun en Jónas segir það gerlegt ef rétt er staðið að málum. Spurður að því hvort að straumarnir við hellinn séu varhugaverðir segir Jónas svo vera. „Já, í raun alltaf þegar þú ert lokaður inn í rými þar sem þú ert bara með eina útgönguleið og ert með straum á móti þér eða á eftir þér þá er alltaf erfitt að berjast við strauminn og hafa stjórn á sér í því. Eins upp á það að festa þig ekki einhvers staðar í grjóti.“ Nýtt myndband innan úr hellinum var birt í dag. Heilbrigðisstarfsmenn sjást gera að sárum drengjanna og þá kynna þeir sig líka fyrir myndavélinni. Einn þeirra segir að hann hafi það gott og annar þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með leitinni og björgunaraðgerðum.Greint var frá því í fjölmiðlum í dag að reyna á að kenna drengjunum köfun svo að þeir komist út úr hellinum. Von er á úrhellisrigningu á svæðinu og þá gætu björgunaraðstæður enn erfiðari en þær eru nú; drengirnir gætu setið fastir í hellinum í marga mánuði en einnig óttast menn að vatn taki að flæða inn á svæðið þar sem þeir eru.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18