Hákon Sigursteinsson ráðinn framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júlí 2018 11:48 Hákon Sigursteinsson sálfræðingur tekur við af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Mynd/Reykjavíkurborg Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga. Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga.
Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48
Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48