Fara fram á handtöku fyrrverandi forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 08:03 Rafael Correa var forseti Ekvadors á árunum 2007-2017. Vísir/getty Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum. Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum.
Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34