Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Ráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd á fundi hennar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Kjarasamningur ljósmæðra við ríkið, sem felldur var af félagsmönnum í síðasta mánuði, fól í sér um tólf prósenta launahækkun þegar allt er talið saman. Þá var samningurinn afturvirkur um níu mánuði. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Umræddur samningur fól í sér rúmlega 4,2 prósenta miðlæga launahækkun auk nokkurra bókana. Sú helsta fól í sér um sextíu milljóna króna innspýtingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hluti bókananna hefði skilað sér í frekari hækkunum en þessi hefði skilað sé misjafnlega til félagsmanna. Samningurinn var felldur af félagsmönnum með 63 prósentum atkvæða en þriðjungur vildi samþykkja hann. Fyrr á þessu ári samdi hluti aðildarfélaga BHM, en Ljósmæðrafélag Íslands á aðild að bandalaginu, við ríkið. Sá samningur fól í sér ríflega tveggja prósenta afturvirka hækkun til sex mánaða auk þess að laun hækkuðu á ný um tvö prósent í upphafi júní. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins var samningurinn þess eðlis að óttast var að hann hefði áhrif á samninga BHM þar sem hækkun ljósmæðra væri umtalsvert meiri en annarra aðildarfélaga bandalagsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um orðróminn eða stöðuna í kjaradeilu ljósmæðra þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Samninganefnd ljósmæðra hefur ekki sagt frá því hvaða kröfur hún hefur uppi við gagnaðila sinn nú og sagt að trúnaður ríki um það sem fram fer á fundum. Fjármálaráðuneytið birti í gær tölur þar sem farið er yfir kjör ljósmæðra á undanförnum árum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er sögð hafa talað gegn samningnum.VÍSIR/EYÞÓRÞar segir að meðalheildarlaun ljósmæðra séu með því hæsta sem þekkist innan BHM og að meðaldagvinnulaun stéttarinnar hafi hækkað um fram hjúkrunarfræðinga og önnur aðildarfélög bandalagsins. Þá sagði fjármálaráðherra að hann gerði ekki athugasemdir við að kröfurnar yrðu gerðar opinberar. Fréttablaðið hefur rætt við nokkrar ljósmæður um samninginn sem felldur var. Sumar þeirra höfðu á orði að kynningin á samningnum hefði ekki verið eins og best verður á kosið í ljósi þess hve ofboðslega flókinn hann var. Þá hafi formaður samninganefndarinnar talað gegn honum. Ný nefnd var skipuð eftir að samningurinn var felldur. Ekki náðist í samninganefndarfulltrúa ljósmæðra í gær til að bera efni fréttarinnar undir þá og spyrja út í afstöðu þeirra til yfirlýsingar fjármálaráðuneytisins þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Ljósmæður hafa boðað til yfirvinnubanns sem mun taka gildi um miðjan mánuðinn ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Bannið kemur til með að hafa mikil áhrif ef af því verður en ástandið er víða slæmt fyrir og vaktir keyrðar áfram með neyðarmönnun. Velferðarnefnd Alþingis kom saman í gær vegna stöðunnar sem komin er upp. Á fundinn mættu, auk nefndarmanna, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans. Guðjón S. Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram bókun á fundinum þar sem skorað er á stjórnvöld að leiðrétta kjör ljósmæðra. „Staðan sem komin er upp er grafalvarleg og við megum engan tíma missa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að fundi loknum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. 3. júlí 2018 17:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Kjarasamningur ljósmæðra við ríkið, sem felldur var af félagsmönnum í síðasta mánuði, fól í sér um tólf prósenta launahækkun þegar allt er talið saman. Þá var samningurinn afturvirkur um níu mánuði. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Umræddur samningur fól í sér rúmlega 4,2 prósenta miðlæga launahækkun auk nokkurra bókana. Sú helsta fól í sér um sextíu milljóna króna innspýtingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hluti bókananna hefði skilað sér í frekari hækkunum en þessi hefði skilað sé misjafnlega til félagsmanna. Samningurinn var felldur af félagsmönnum með 63 prósentum atkvæða en þriðjungur vildi samþykkja hann. Fyrr á þessu ári samdi hluti aðildarfélaga BHM, en Ljósmæðrafélag Íslands á aðild að bandalaginu, við ríkið. Sá samningur fól í sér ríflega tveggja prósenta afturvirka hækkun til sex mánaða auk þess að laun hækkuðu á ný um tvö prósent í upphafi júní. Að sögn heimildarmanna Fréttablaðsins var samningurinn þess eðlis að óttast var að hann hefði áhrif á samninga BHM þar sem hækkun ljósmæðra væri umtalsvert meiri en annarra aðildarfélaga bandalagsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um orðróminn eða stöðuna í kjaradeilu ljósmæðra þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Samninganefnd ljósmæðra hefur ekki sagt frá því hvaða kröfur hún hefur uppi við gagnaðila sinn nú og sagt að trúnaður ríki um það sem fram fer á fundum. Fjármálaráðuneytið birti í gær tölur þar sem farið er yfir kjör ljósmæðra á undanförnum árum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er sögð hafa talað gegn samningnum.VÍSIR/EYÞÓRÞar segir að meðalheildarlaun ljósmæðra séu með því hæsta sem þekkist innan BHM og að meðaldagvinnulaun stéttarinnar hafi hækkað um fram hjúkrunarfræðinga og önnur aðildarfélög bandalagsins. Þá sagði fjármálaráðherra að hann gerði ekki athugasemdir við að kröfurnar yrðu gerðar opinberar. Fréttablaðið hefur rætt við nokkrar ljósmæður um samninginn sem felldur var. Sumar þeirra höfðu á orði að kynningin á samningnum hefði ekki verið eins og best verður á kosið í ljósi þess hve ofboðslega flókinn hann var. Þá hafi formaður samninganefndarinnar talað gegn honum. Ný nefnd var skipuð eftir að samningurinn var felldur. Ekki náðist í samninganefndarfulltrúa ljósmæðra í gær til að bera efni fréttarinnar undir þá og spyrja út í afstöðu þeirra til yfirlýsingar fjármálaráðuneytisins þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Ljósmæður hafa boðað til yfirvinnubanns sem mun taka gildi um miðjan mánuðinn ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Bannið kemur til með að hafa mikil áhrif ef af því verður en ástandið er víða slæmt fyrir og vaktir keyrðar áfram með neyðarmönnun. Velferðarnefnd Alþingis kom saman í gær vegna stöðunnar sem komin er upp. Á fundinn mættu, auk nefndarmanna, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans. Guðjón S. Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram bókun á fundinum þar sem skorað er á stjórnvöld að leiðrétta kjör ljósmæðra. „Staðan sem komin er upp er grafalvarleg og við megum engan tíma missa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að fundi loknum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. 3. júlí 2018 17:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33
Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. 3. júlí 2018 17:15