Fékk að vita það rétt fyrir Argentínuleikinn að það væri búið að ræna föður hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 14:15 Mikel John Obi. Vísir/Getty Mikel John Obi, fyrirliði Nígeríu, spilaði leikinn mikilvæga á móti Argentínu, undir mjög erfiðum kringumstæðum. Hann fékk hræðilegar fréttir en mátti ekki segja neinum frá því. Mikel frétti það skömmu fyrir leikinn að það væri búið að ræna föður hans og hann yrði myrtur ef hann léti einhven vita. Nokkrum tímum seinna leiddi Obi Mikel nígeríska landsliðið inn á völlinn en hann hafði fengið þetta hyllilega símtal í rútunni á leiðinni á leikvanginn. Fjölskyldumeðlimur hringdi þá í Mikel og sagði að hann þyrfti að hringja í ákveðið númer. Þegar Mikel gerði það þá kröfðust mannræingjarnir lausnargjalds.Mikel John Obi told father had been kidnapped hours before World Cup match @DaveHytnerhttps://t.co/lCLGwQYyvh — Guardian sport (@guardian_sport) July 3, 2018 Pa Michael Obi, föður Mikel John Obi, var rænt í suðausturhluta Nígeríu þegar hann var á leiðinni í jarðaför. Lögreglunni tókst að frelsa hann en ekki fyrr en faðirinn hafði verið pyntaður í viku. Hann liggur nú á spítala og er að jafna sig. Þetta er í annað skiptið sem föður Mikel John Obi er rænt en það gerðist einnig í ágúst 2011. Mikel John Obi spilaði allar 90 mínúturnar í SArgentínuleiknum þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir en nígeríska liðið tapaði 2-1 og féll þar með úr leik. „Ég var ringlaður og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi samt að ég gat ekki valdið 180 milljónum Nígeríumanna vonbrigðum. Ég reyndi að útiloka þetta og fór út og spilaði fyrir landið mitt. Ég mátti ekki láta neinn vita í þjálfaraliðinu eða í nígeríska sambandinu. Aðeins mínir bestu vinir vissu af þessu,“ sagði Mikel John Obi við Guardian. Mikel John Obi þakkaði lögreglunni fyrir sín störf og það að þeim tókst að frelsa föðurs hans úr prísundinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Mikel John Obi, fyrirliði Nígeríu, spilaði leikinn mikilvæga á móti Argentínu, undir mjög erfiðum kringumstæðum. Hann fékk hræðilegar fréttir en mátti ekki segja neinum frá því. Mikel frétti það skömmu fyrir leikinn að það væri búið að ræna föður hans og hann yrði myrtur ef hann léti einhven vita. Nokkrum tímum seinna leiddi Obi Mikel nígeríska landsliðið inn á völlinn en hann hafði fengið þetta hyllilega símtal í rútunni á leiðinni á leikvanginn. Fjölskyldumeðlimur hringdi þá í Mikel og sagði að hann þyrfti að hringja í ákveðið númer. Þegar Mikel gerði það þá kröfðust mannræingjarnir lausnargjalds.Mikel John Obi told father had been kidnapped hours before World Cup match @DaveHytnerhttps://t.co/lCLGwQYyvh — Guardian sport (@guardian_sport) July 3, 2018 Pa Michael Obi, föður Mikel John Obi, var rænt í suðausturhluta Nígeríu þegar hann var á leiðinni í jarðaför. Lögreglunni tókst að frelsa hann en ekki fyrr en faðirinn hafði verið pyntaður í viku. Hann liggur nú á spítala og er að jafna sig. Þetta er í annað skiptið sem föður Mikel John Obi er rænt en það gerðist einnig í ágúst 2011. Mikel John Obi spilaði allar 90 mínúturnar í SArgentínuleiknum þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir en nígeríska liðið tapaði 2-1 og féll þar með úr leik. „Ég var ringlaður og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi samt að ég gat ekki valdið 180 milljónum Nígeríumanna vonbrigðum. Ég reyndi að útiloka þetta og fór út og spilaði fyrir landið mitt. Ég mátti ekki láta neinn vita í þjálfaraliðinu eða í nígeríska sambandinu. Aðeins mínir bestu vinir vissu af þessu,“ sagði Mikel John Obi við Guardian. Mikel John Obi þakkaði lögreglunni fyrir sín störf og það að þeim tókst að frelsa föðurs hans úr prísundinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira