Hryðjuverkasamtök banna einnota plastpoka í Sómalíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:14 Al Kaída samtökin hafa kennt sig við umhverfisvernd nánast frá upphafi Vísir/Getty Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt. Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt.
Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00
Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32
Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00